Ari Eldjárn tók Tinnu og börnin með til Boston

Frægir ferðast | 25. október 2023

Ari Eldjárn tók Tinnu og börnin með til Boston

Grínistinn Ari Eldjárn kom fram á Íslandskynningu í Boston í síðustu viku. Ari gerði frí úr ferðinni en hann og kærasta hans, Tinna Brá Baldvinsdóttir, eig­andi hönn­un­ar­versl­un­ar­inn­ar Hríms, var með í för ásamt börnum þeirra. 

Ari Eldjárn tók Tinnu og börnin með til Boston

Frægir ferðast | 25. október 2023

Ari Eldjárn og Tinna Brá Baldvinsdóttir fóru til Boston.
Ari Eldjárn og Tinna Brá Baldvinsdóttir fóru til Boston. Ljósmynd/Samsett

Grínistinn Ari Eldjárn kom fram á Íslandskynningu í Boston í síðustu viku. Ari gerði frí úr ferðinni en hann og kærasta hans, Tinna Brá Baldvinsdóttir, eig­andi hönn­un­ar­versl­un­ar­inn­ar Hríms, var með í för ásamt börnum þeirra. 

Grínistinn Ari Eldjárn kom fram á Íslandskynningu í Boston í síðustu viku. Ari gerði frí úr ferðinni en hann og kærasta hans, Tinna Brá Baldvinsdóttir, eig­andi hönn­un­ar­versl­un­ar­inn­ar Hríms, var með í för ásamt börnum þeirra. 

Ari og Tinna byrjuðu að rugla saman reitum fyrr á árinu og fóru nú með nýja samsetta fjölskyldu í ferð til Boston. Þetta er ekki fyrsta utanlandsferð þeirra saman en Ari og Tinna skelltu sér saman til Frakklands í sumar og nutu lífsins. 

Ari skemmti gestum við góðar undirtektir á Íslandskynningu í Boston. Kynningin var í samstarfi við Íslandsstofu, Bláa lónið, Icelandia, 66°Norður og Special Tours. Kynningin var umfangsmikil og voru listamenn á svæðinu eins og íslenska hljómsveitin Kaleo. 

Ari Eldjárn lék á alls oddi í Boston.
Ari Eldjárn lék á alls oddi í Boston. mbl.is/Árni Sæberg
mbl.is