Sjáðu hönnunarvillu Hafsteins og Guðrúnar í Mosfellsbæ

Gisting | 28. október 2023

Sjáðu hönnunarvillu Hafsteins og Guðrúnar í Mosfellsbæ

Hafsteinn Helgi Halldórsson og Guðrún Agla Egilsdóttir, stofnendur og eigendur húsgagnasmíðastofunnar Happie Furniture, hafa sett guðdómlega hönnunarvillu sína í Mosfellsbæ á leigu hjá Airbnb. 

Sjáðu hönnunarvillu Hafsteins og Guðrúnar í Mosfellsbæ

Gisting | 28. október 2023

Villan er sérlega sjarmerandi og hefur verið innréttuð á afar …
Villan er sérlega sjarmerandi og hefur verið innréttuð á afar fallegan máta. Samsett mynd

Hafsteinn Helgi Halldórsson og Guðrún Agla Egilsdóttir, stofnendur og eigendur húsgagnasmíðastofunnar Happie Furniture, hafa sett guðdómlega hönnunarvillu sína í Mosfellsbæ á leigu hjá Airbnb. 

Hafsteinn Helgi Halldórsson og Guðrún Agla Egilsdóttir, stofnendur og eigendur húsgagnasmíðastofunnar Happie Furniture, hafa sett guðdómlega hönnunarvillu sína í Mosfellsbæ á leigu hjá Airbnb. 

Hafsteinn og Guðrún eru miklir fagurkerar og hafa innréttað villuna á afar sjarmerandi máta. Þegar komið er að húsinu blasir strax mikil fegurð við, bæði af náttúrunni sem umlykur eignina og af húsinu sjálfu sem er tignarlegt og stílhreint. 

Hlýlegir jarðtónar og náttúruleg áferð einkenna villuna að innan, en stórir gluggar hleypa mikilli birtu inn og veita fallegt útsýni á meðan mikil lofthæð gefur eigninni glæsibrag. 

Eyða hluta ársins í La Palma

Á bókunarvef Airbnb greina Hafsteinn og Guðrún frá því að fjölskyldan eyði hluta af árinu í La Palma þar sem þau eru með avakadóræktun og séu hinn hluta ársins að hanna hús og húsgögn. 

Húsið er á tveimur hæðum og státar af fjórum herbergjum og tveimur baðherbergjum. Allt að tíu gestir geta gist í húsinu hverju sinni, en nóttin kostar 823 bandaríkjadali sem nemur rúmum 115 þúsund krónum á gengi dagsins í dag. 

Ljósmynd/Airbnb.com
Ljósmynd/Airbnb.com
Ljósmynd/Airbnb.com
Ljósmynd/Airbnb.com
Ljósmynd/Airbnb.com
Ljósmynd/Airbnb.com
Ljósmynd/Airbnb.com
Ljósmynd/Airbnb.com
Ljósmynd/Airbnb.com
Ljósmynd/Airbnb.com
mbl.is