Geta farið í taugarnar á hvor annarri

Kóngafólk í fjölmiðlum | 29. október 2023

Geta farið í taugarnar á hvor annarri

Systurnar Eugenie prinsessa og Beatrice prinsessa segjast vera afar nánar. Þær geta þó farið í taugarnar á hvor annarri.

Geta farið í taugarnar á hvor annarri

Kóngafólk í fjölmiðlum | 29. október 2023

Samrýmdar systur sem eru samtaka í lífinu.
Samrýmdar systur sem eru samtaka í lífinu. AFP

Systurnar Eugenie prinsessa og Beatrice prinsessa segjast vera afar nánar. Þær geta þó farið í taugarnar á hvor annarri.

Systurnar Eugenie prinsessa og Beatrice prinsessa segjast vera afar nánar. Þær geta þó farið í taugarnar á hvor annarri.

„Hún er pirrandi þegar hún vill vera það og ég er þá pirrandi á móti. En við elskum hvor aðra og erum bestu vinkonur,“ segir Eugenie prinsessa í hlaðvarpsviðtali við Kate Thornton. 

Eugenie er nú í fæðingarorlofi en hún eignaðist sitt annað barn á dögunum. Hún er óhrædd við að leita til fjölskyldunnar eftir uppeldisráðum.

„Beatrice er frábær mamma, ég er alltaf að hringja í hana og leita ráða. Sama á við um móður mína. Ég er bókstaflega alltaf að hringja í þær.“

Það eru aðeins tvö ár á milli systranna en sambandið er enn nánara vegna þess hversu sérstakar aðstæður þeirra eru en þær eru dætur Andrésar prins og Söruh Ferguson.

„Við höfum alltaf átt hvor aðra að. Við erum þær einu sem vitum og skiljum nákvæmlega hvað við erum að ganga í gegnum. Það er í raun enginn annar sem getur sett sig í okkar spor. Það er ótrúlegt að hugsa til þess.“

„Við erum ekki tvíburar en þrátt fyrir það förum við í gegnum lífið vitandi nákvæmlega hvað hin er að takast á við. Hún er stóra systir mín og alger hetja.“

Systurnar Eugenie og Beatrice eru afar nánar.
Systurnar Eugenie og Beatrice eru afar nánar. Skjáskot/Instagram
mbl.is