Ekki hægt að afsaka slæma meðferð

Kóngafólk í fjölmiðlum | 1. nóvember 2023

Ekki hægt að afsaka slæma meðferð

Karl Bretakonungur segir að ekki sé hægt að afsaka slæma meðferð Breta á íbúum Kenía þegar austurafríska landið var bresk nýlenda.

Ekki hægt að afsaka slæma meðferð

Kóngafólk í fjölmiðlum | 1. nóvember 2023

Karl Bretakonungur hittir embættismenn úr hernum í Nairobi, höfuðborg Kenía.
Karl Bretakonungur hittir embættismenn úr hernum í Nairobi, höfuðborg Kenía. AFP/Victoria Jones

Karl Bretakonungur segir að ekki sé hægt að afsaka slæma meðferð Breta á íbúum Kenía þegar austurafríska landið var bresk nýlenda.

Karl Bretakonungur segir að ekki sé hægt að afsaka slæma meðferð Breta á íbúum Kenía þegar austurafríska landið var bresk nýlenda.

Karl er í fjögurra daga heimsókn í landinu ásamt Kamillu drottningu. Á fyrsta deginum í gær sagðist hann vilja „dýpka eigin skilning á þeim slæmu hlutum sem gerðust”.

Karl og Kamilla í Kenía.
Karl og Kamilla í Kenía. AFP/Tony Karumba

Einnig kvaðst hann vilja tala fyrir „nútíma sambandi jafningja sem takast á við áskoranir dagsins í dag”.

Ákall hefur verið uppi um að Karl biðji Kenía formlega afsökunar á ofbeldi Breta gagnvart íbúum landsins áratugina áður en þeir öðluðust sjálfstæði árið 1963.

Karl tekur í höndina á hermanninum fyrrverandi Samwel Nthigai Mburia.
Karl tekur í höndina á hermanninum fyrrverandi Samwel Nthigai Mburia. AFP/Victoria Jones
mbl.is