Afhjúpa þemað á Met Gala fyrir árið 2024

Rauði dregillinn | 9. nóvember 2023

Afhjúpa þemað á Met Gala fyrir árið 2024

Á hverju ári mæta stórstjörnur hvaðanæva að úr heiminum á Met Gala-hátíðina í New York-borg, en almennt er litið á viðburðinn sem virtasta tískuviðburð heims. Ár hvert er ákveðið þema valið sem setur tóninn fyrir klæðnað kvöldsins og nú hefur tískutímaritið Vogue tilkynnt þema hátíðarinnar fyrir árið 2024. 

Afhjúpa þemað á Met Gala fyrir árið 2024

Rauði dregillinn | 9. nóvember 2023

Blake Lively og Ryan Reynolds stálu senunni á Met Gala-hátíðinni …
Blake Lively og Ryan Reynolds stálu senunni á Met Gala-hátíðinni árið 2022. AFP

Á hverju ári mæta stórstjörnur hvaðanæva að úr heiminum á Met Gala-hátíðina í New York-borg, en almennt er litið á viðburðinn sem virtasta tískuviðburð heims. Ár hvert er ákveðið þema valið sem setur tóninn fyrir klæðnað kvöldsins og nú hefur tískutímaritið Vogue tilkynnt þema hátíðarinnar fyrir árið 2024. 

Á hverju ári mæta stórstjörnur hvaðanæva að úr heiminum á Met Gala-hátíðina í New York-borg, en almennt er litið á viðburðinn sem virtasta tískuviðburð heims. Ár hvert er ákveðið þema valið sem setur tóninn fyrir klæðnað kvöldsins og nú hefur tískutímaritið Vogue tilkynnt þema hátíðarinnar fyrir árið 2024. 

Met Gala-hátíðin mun eiga sér stað þann 6. maí 2024 á Metropolitian-safninu í New York-borg. Þema hátíðarinnar verður Sleeping Beauties: Reawakening Fashion þar sem um það bil 50 sögulega frægum og fagurfræðilega merkum flíkum af búningasafni Metropolitian-safnsins verður fagnað, en sumar þeirra eru það viðkvæmar að ekki er hægt að hengja þær upp og munu þær því verða til sýnis í glerkössum á gólfinu.

Það verður því áhugavert að sjá hvernig stórstjörnurnar útfæra þemað, en ekki er óalgengt að þær mæti í tísku frá frægustu tískuhúsum heims og reyni á einhvern hátt að heiðra þemað.

Lagerfeld heiðraður á hátíðinni í ár

Í ár var þemað Karl Lagerfeld: A Line of Beauty þar sem hönnuðurinn Karl Lagerfeld var heiðraður. Hann lést úr krabbameini árið 2019 og starfaði sem hönnuður í yfir 65 ár.

Stjörnurnar heiðruðu Lagerfeld hver á sinn hátt þegar þær gengu niður rauða dregilinn og voru mörg dressin ansi áhugaverð. 

mbl.is