Áfangasigur fyrir Harry prins

Kóngafólk í fjölmiðlum | 10. nóvember 2023

Áfangasigur fyrir Harry prins

Harry prins hefur unnið áfangasigur fyrir breskum dómstólum en hann stendur í umfangsmiklum málaferlum við bresk dagblöð.

Áfangasigur fyrir Harry prins

Kóngafólk í fjölmiðlum | 10. nóvember 2023

Harry prins vill breyta fjölmiðlaumhverfinu í Bretlandi.
Harry prins vill breyta fjölmiðlaumhverfinu í Bretlandi. AFP

Harry prins hefur unnið áfangasigur fyrir breskum dómstólum en hann stendur í umfangsmiklum málaferlum við bresk dagblöð.

Harry prins hefur unnið áfangasigur fyrir breskum dómstólum en hann stendur í umfangsmiklum málaferlum við bresk dagblöð.

Prins­inn hef­ur lög­sótt út­gef­anda The Sun og The News of the World á grund­velli ólög­mætr­ar upp­lýs­inga­öfl­un­ar. 

Útgefendurnir reyndu að fá málinu vísað frá á grundvelli þess að of langur tími væri liðinn en því hefur nú verið hafnað. Aukast því líkurnar á að formleg réttarhöld fari fram.

Þetta er sagður mikilvægur sigur fyrir Harry prins sem vill draga fjölmiðla til ábyrgðar en hann telur að þáttur þeirra í dauða móður sinnar hafi verið mikill. Hann hefur heitið því að ná fram breytingum á breska fjölmiðlaheiminum.

Breskir fjölmiðlar þykja almennt mjög óvægnir og sagt er að þeir hafi í gegnum tíðina notast við ýmsar vafasamar leiðir til þess að njósna um þjóðþekkta einstaklinga og brotið þannig á friðhelgi einkalífs þeirra. Það hafi meðal annars tíðkast að villa á sér heimildir til þess að ná viðkvæmum heilsufarslegum upplýsingum til þess að nota í fréttir.

Margir taka þessari ákvörðun dómstóla fagnandi.

„Þessi úrskurður dómara er töluvert áfall fyrir Daily Mail og frábærar fréttir fyrir hvern þann sem vill varpa ljósi á sannleikann hvað varðar óheiðarlega fréttamennsku,“ segir leikarinn Hugh Grant en hann er í forsvari fyrir þrýstihópinn Hacked Off sem berst fyrir heilbrigðara fjölmiðlaumhverfi.

mbl.is