Sara Sigmunds sólar sig í Ástralíu

Frægir ferðast | 15. nóvember 2023

Sara Sigmunds sólar sig í Ástralíu

CrossFit-stjarnan Sara Sigmundsdóttir er stödd í Ástralíu um þessar mundir þar sem hún hefur notið veðurblíðunnar til hins ýtrasta.

Sara Sigmunds sólar sig í Ástralíu

Frægir ferðast | 15. nóvember 2023

CrossFit-stjarnan Sara Sigmundsdóttir hefur notið þess að sóla sig í …
CrossFit-stjarnan Sara Sigmundsdóttir hefur notið þess að sóla sig í Ástralíu undanfarna daga. Samsett mynd

CrossFit-stjarnan Sara Sigmundsdóttir er stödd í Ástralíu um þessar mundir þar sem hún hefur notið veðurblíðunnar til hins ýtrasta.

CrossFit-stjarnan Sara Sigmundsdóttir er stödd í Ástralíu um þessar mundir þar sem hún hefur notið veðurblíðunnar til hins ýtrasta.

Undanfarna daga hefur Sara birt töfrandi og sólríkar myndir frá Ástralíu á Instagram-reikningi sínum. Hún virðist þó ekki einungis vera í Ástralíu til að skoða sig um og sóla sig heldur hefur hún bæði verið að æfa og halda æfingaviðburði þar. 

Sara byrjaði ferðina á Gold Coast í Queensland þar sem hún tók mynd af sér við skilti á götunni „Sara Ave“ og skrifaði: „Ég vissi að ég ætti heima hér.“

Í fyrradag birti hún svo sjóðheitar bikinímyndir af sér á ströndinni í Byron Bay, en ef marka má myndatextann er hún yfir sig hrifin af staðnum. „Byron Bay þú ert 12/10. Ég fann loksins stað þar sem mér finnst ekkert skrítið að ganga um berfætt hvert sem ég fer.“

mbl.is