Hönnunarbústaður með ótrúlegu útsýni

Gisting | 20. nóvember 2023

Hönnunarbústaður með ótrúlegu útsýni

Í sveitum Perth og Kinross í Skotlandi stendur einstakur hönnunarbústaður sem auðvelt er að falla fyrir.

Hönnunarbústaður með ótrúlegu útsýni

Gisting | 20. nóvember 2023

Bústaðurinn hefur verið innréttaður á afar fallegan máta.
Bústaðurinn hefur verið innréttaður á afar fallegan máta. Samsett mynd

Í sveitum Perth og Kinross í Skotlandi stendur einstakur hönnunarbústaður sem auðvelt er að falla fyrir.

Í sveitum Perth og Kinross í Skotlandi stendur einstakur hönnunarbústaður sem auðvelt er að falla fyrir.

Bústaðurinn hefur verið innréttaður á afar fallegan máta þar sem ró og notalegheit eru í aðalhlutverki. Náttúruleg litapallíetta flæðir í gegnum húsið á meðan formfögur húsgögn búa til skemmtilega stemningu. Allt á sinn stað og engu er ofaukið. 

Eldhúsið er afar bjart og stílhreint með hvítri innréttingu. Stórt borðstofuborð grípur augað strax, en við borðið má sjá fallega stóla í viðartónum sem gefa rýminu hlýju og mýkt. Frá eldhúsinu er útgengt um stóra rennihurð á sjarmerandi verönd með einstöku útsýni sem setur punktinn yfir i-ið. 

Óvæntir litir sem gefa ferskan blæ

Stílhreinn arinn prýðir stofuna ásamt fallegum ljósum sófa sem lítur út fyrir að vera sérlega mjúkur og kósí. Þá gera skemmtilegir gluggar mikið fyrir rýmið, en þeir hleypa bæði birtu inn og veita gestum magnað útsýni yfir náttúruna í kring. 

Þó náttúruleg litapallíetta sé í forgrunni í húsinu fá sterkari litir óvænt hlutverk á baðherbergjunum, en þar má sjá skemmtilega og litríka vaska sem gefa ferskan blæ. 

Húsið er hægt að leigja út á bókunarvef Airbnb, en þar eru fjögur svefnherbergi og fjögur baðherbergi og því pláss fyrir allt að átta gesti hverju sinni. Nóttin í húsinu kostar 1.467 bandaríkjadali, eða sem nemur rúmum 211 þúsund krónum á gengi dagsins.

Ljósmynd/Airbnb.com
Ljósmynd/Airbnb.com
Ljósmynd/Airbnb.com
Ljósmynd/Airbnb.com
Ljósmynd/Airbnb.com
Ljósmynd/Airbnb.com
Ljósmynd/Airbnb.com
Ljósmynd/Airbnb.com
Ljósmynd/Airbnb.com
Ljósmynd/Airbnb.com
Ljósmynd/Airbnb.com
mbl.is