Neitar að tjá sig um dularfullt ferðalag sitt í Madríd

Kóngafólk í fjölmiðlum | 21. nóvember 2023

Neitar að tjá sig um dularfullt ferðalag sitt í Madríd

Friðrik krónprins neitar enn og aftur að tjá sig um dularfullar ferðir sínar í Madríd í október. Danskir miðlar á borð við Ekstra Bladet gengu á prinsinn þegar hann fór á veiðar í dag. Hann vildi ekki svara fyrir það af hverju hann sást einn á götum Madrídar með hliðartösku og ferðatösku. 

Neitar að tjá sig um dularfullt ferðalag sitt í Madríd

Kóngafólk í fjölmiðlum | 21. nóvember 2023

Genevieve Casanova neitar að hafa átt í ástarævintýri með krónprinsi …
Genevieve Casanova neitar að hafa átt í ástarævintýri með krónprinsi Danmerkur. Samsett mynd

Friðrik krónprins neitar enn og aftur að tjá sig um dularfullar ferðir sínar í Madríd í október. Danskir miðlar á borð við Ekstra Bladet gengu á prinsinn þegar hann fór á veiðar í dag. Hann vildi ekki svara fyrir það af hverju hann sást einn á götum Madrídar með hliðartösku og ferðatösku. 

Friðrik krónprins neitar enn og aftur að tjá sig um dularfullar ferðir sínar í Madríd í október. Danskir miðlar á borð við Ekstra Bladet gengu á prinsinn þegar hann fór á veiðar í dag. Hann vildi ekki svara fyrir það af hverju hann sást einn á götum Madrídar með hliðartösku og ferðatösku. 

Í byrjun nóvember var því haldið fram að prinsinn hefði haldið fram hjá eiginkonu sinni til 19 ára með fyrrverandi fyrirsætunni Genevieve Casanova. Friðrik sást með Casanova þann 25. október og er hann sagður hafa varið nóttinni með henni. Umrætt myndskeiðið á að hafa verið tekið upp morguninn 26. október.

Í myndskeiðinu sést Friðrik einn síns liðs í hverfinu sem Casanova býr. Friðrik sést meðal annars fara yfir umferðarljós, bíða í strætóskýli og rífa miða og henda í ruslið. Hann sést einnig tala í síma. Hann fór upp í bíl og þaðan á flugvöllinn að því fram kemur í spænska miðlinum Telecino. 

Genevieve Casanova hefur neitað að eiga í rómantísku sambandi við krónprinsinn. Danska konungsfjölskyldan sá ástæðu til þess að tjá sig um málið. Í tilkynninu frá höllinni kom fram að konungfjölskyldan tjái sig ekki um sögusagnir. 

mbl.is