Þvertekur fyrir þátt Harry og Meghan í umdeildri bók

Kóngafólk í fjölmiðlum | 28. nóvember 2023

Þvertekur fyrir þátt Harry og Meghan í umdeildri bók

Bókin Endgame er komin út en bókin fjallar um bresku konungsfjölskylduna. Omid Scobie er höfundur bókarinnar og en hann skrifaði einnig bókina Finding Freedom um Harry og Meghan og hefur lengi verið hliðhollur hjónunum. Hann þvertekur fyrir að þau hafi veitt honum upplýsingar fyrir bókina. 

Þvertekur fyrir þátt Harry og Meghan í umdeildri bók

Kóngafólk í fjölmiðlum | 28. nóvember 2023

Katrín prinsessa, Vilhjálmur prins, Harry prins og Meghan hertogaynja eiga …
Katrín prinsessa, Vilhjálmur prins, Harry prins og Meghan hertogaynja eiga ekki í góðum samskiptum. AFP

Bókin Endgame er komin út en bókin fjallar um bresku konungsfjölskylduna. Omid Scobie er höfundur bókarinnar og en hann skrifaði einnig bókina Finding Freedom um Harry og Meghan og hefur lengi verið hliðhollur hjónunum. Hann þvertekur fyrir að þau hafi veitt honum upplýsingar fyrir bókina. 

Bókin Endgame er komin út en bókin fjallar um bresku konungsfjölskylduna. Omid Scobie er höfundur bókarinnar og en hann skrifaði einnig bókina Finding Freedom um Harry og Meghan og hefur lengi verið hliðhollur hjónunum. Hann þvertekur fyrir að þau hafi veitt honum upplýsingar fyrir bókina. 

Fólk er forvitið um hvar Scobie fær sögurnar um konungsfjölskylduna. Í bókinni eru meðal annars sagt frá því þegar Vilhjálmur leyfði Harry ekki að fljúga með öðrum úr fjölskyldunni til Skotlands þegar drottningin lá á dánarbeðinu. Það mætti halda að Harry og Meghan hafi sagt honum sjálf frá atburðinum en svo er ekki. Í viðtali við The Standard segir höfundurinn hreint út sagt nei. „Það er nóg af fólki í kringum þau og á þeirra sporbaugi sem vita allt,“ segir Scobie og segist alls ekki vera vinur Meghan eins og margir halda.

Slæmar lýsingar á fjölskyldunni

Höfundurinn heldur því fram að Karl Bretakonungur sé góður en dekraður maður. Er hann meðal annars sagður láta strauja fyrir sig skóreimarnar. Vilhjálmur Bretaprins og Katrín prinsessa af Wales fá einnig slæma útreið. 

„Þau voru köld við Meghan frá byrjun sem kom mér alltaf á óvart,“ segir Scobie. Fannst honum undarlegt að fólk sem hafði verið í þeim sporum að ganga í fjölskylduna gat ekki rétt fram hjálparhönd þegar Meghan var að ganga í gegnum erfiðustu tíma lífs síns. Segir hann jafnframt að Katrín hafi haft fimm aðstoðarmenn á sex árum. Aðstoðarmennirnir hafi hætt vegna þess að vinnan hennar hafi verið leiðinlegt. Vilhjálmur er jafnframt sagður vera erfiður í skapinu. 

Karl konungur, Vilhjálmur prins, Katrín prinsessa, Meghan hertogaynja og Harry …
Karl konungur, Vilhjálmur prins, Katrín prinsessa, Meghan hertogaynja og Harry prins árið 2018. PAUL ELLIS/AFP

Bókin hittir ekki í mark

Á vef BBC er bókin sögð vera vonbrigði. Þar er Vilhjálmur sagður málaður sem maður sem á erfitt með að stjórna tilfinningum sínum, hann sé stjórnsamur og reyni að útiloka bróður sinn, Harry prins. Í sömu grein kemur fram að myndin af Katrínu sé ekki skárri, hún sé köld, hafi ekki skoðanir en mæti í ótal myndatökur. 

Harry og Meghan.
Harry og Meghan. AFP
mbl.is