Mætt í ræktina nokkrum vikum eftir fæðinguna

Frægar fjölskyldur | 22. desember 2023

Mætt í ræktina nokkrum vikum eftir fæðinguna

Raunveruleikastjarnan Kourtney Kardashian er byrjuð að mæta í ræktina aftur eftir fæðingu sonar hennar og trommuleikarans Travis Barker, en hann kom í heiminn fyrir sjö vikum síðan. 

Mætt í ræktina nokkrum vikum eftir fæðinguna

Frægar fjölskyldur | 22. desember 2023

Kourtney Kardashian er byrjuð að mæta í ræktina aftur eftir …
Kourtney Kardashian er byrjuð að mæta í ræktina aftur eftir fæðingu sonar hennar og Travis Barker. Samsett mynd

Raunveruleikastjarnan Kourtney Kardashian er byrjuð að mæta í ræktina aftur eftir fæðingu sonar hennar og trommuleikarans Travis Barker, en hann kom í heiminn fyrir sjö vikum síðan. 

Raunveruleikastjarnan Kourtney Kardashian er byrjuð að mæta í ræktina aftur eftir fæðingu sonar hennar og trommuleikarans Travis Barker, en hann kom í heiminn fyrir sjö vikum síðan. 

Drengurinn er fyrsta barn Kardashian og Barker saman, en fyrir á Kardashian þrjú börn með Scott Disick og Barker tvö börn og eitt stjúpbarn með Shönnu Moakler. 

Í vikunni fór Kardashian á fyrstu æfinguna eftir fæðinguna og leyfði fylgjendum sínum á Instagram að fylgjast með. Hún birti myndband af sér á göngubretti og sagðist hafa gengið í 30 mínútur rólega í halla. „Engin pressa mömmur, líkami ykkar er enn að jafna sig. Þetta er ekki kapphlaup,“ skrifaði hún við myndina. 

Kardashian sagði fylgjendum sínum frá fyrstu æfingunni eftir fæðinguna.
Kardashian sagði fylgjendum sínum frá fyrstu æfingunni eftir fæðinguna. Skjáskot/Instagram

Hreyfing ómissandi hluti af rútínunni

Kardashian er þekkt fyrir að leggja mikla áherslu á heilsuna og taka hlutina alla leið, en fyrr á árinu deildi hún morgunrútínu sinni með aðdáendum sínum og var í kjölfarið gagnrýnd og sögð vera gjörsamlega úr takt við umheiminn.

Þar sagði hún hreyfingu vera ómissandi hluta af rútínu sinni og að hún reyni að æfa sex sinnum í viku.

mbl.is