Konunglegu tvíburarnir orðnir 13 ára

Kóngafólk í fjölmiðlum | 9. janúar 2024

Konunglegu tvíburarnir orðnir 13 ára

Tvíburar Mary prinsessu og Friðriks krónprins fögnuðu á dögunum 13 ára afmæli sínu. Í tilefni af því birti danska konungshöllin nýja mynd af tvíburunum, þeim Jósefínu og Vincent.

Konunglegu tvíburarnir orðnir 13 ára

Kóngafólk í fjölmiðlum | 9. janúar 2024

Vincent prins og Jósefína prinsessa.
Vincent prins og Jósefína prinsessa. Skjáskot/Instagram

Tvíburar Mary prinsessu og Friðriks krónprins fögnuðu á dögunum 13 ára afmæli sínu. Í tilefni af því birti danska konungshöllin nýja mynd af tvíburunum, þeim Jósefínu og Vincent.

Tvíburar Mary prinsessu og Friðriks krónprins fögnuðu á dögunum 13 ára afmæli sínu. Í tilefni af því birti danska konungshöllin nýja mynd af tvíburunum, þeim Jósefínu og Vincent.

Myndin virðist vera tekin á heimili þeirra í Amelíuborg og eru börnin prúðbúin og í stíl, bæði í dökkum jökkum. 

Þetta eru yngstu börn konungshjónanna en þau eiga einnig Kristján sem er átján ára og Ísabellu sem er sextán ára.

Innan fárra daga verður faðir þeirra, Friðrik, kóngur Danmerkur og bróðir þeirra verður þá krónprins og um leið færast þau einu sæti ofar í erfðaröðinni. Vincent verður þriðji í röðinni og Jósefína sú fjórða en Vincent fæddist 26 mínútum á undan Jósefínu.

Friðrik og Mary ásamt börnum sínum þegar þau voru að …
Friðrik og Mary ásamt börnum sínum þegar þau voru að hefja grunnskólagöngu sína. mbl.is/AFP
Vincent prins og Jósefína prinsessa þegar þau voru tíu ára,
Vincent prins og Jósefína prinsessa þegar þau voru tíu ára, Ljósmynd/Danska konungsfjölskyldan
mbl.is