Listræn og litrík Danadrottning kveður hásætið

Kóngafólk í fjölmiðlum | 13. janúar 2024

Listræn og litrík Danadrottning kveður hásætið

Margrét Þórhildur II. Danadrottning stígur til hliðar eftir rúmlega hálfrar aldar valdatíma á morgun, 14. janúar. Eldri sonur hennar Friðrik tekur við völdum og verður Friðrik X.

Listræn og litrík Danadrottning kveður hásætið

Kóngafólk í fjölmiðlum | 13. janúar 2024

Mar­grét Þór­hildur Dana­drottn­ing.
Mar­grét Þór­hildur Dana­drottn­ing. AFP/Mads Claus Rasmussen / Ritzau Scanpix

Margrét Þórhildur II. Danadrottning stígur til hliðar eftir rúmlega hálfrar aldar valdatíma á morgun, 14. janúar. Eldri sonur hennar Friðrik tekur við völdum og verður Friðrik X.

Margrét Þórhildur II. Danadrottning stígur til hliðar eftir rúmlega hálfrar aldar valdatíma á morgun, 14. janúar. Eldri sonur hennar Friðrik tekur við völdum og verður Friðrik X.

Hin ástsæla Margrét sagði eitt sinn að hún gæti ekki séð fyrir sér að afsala sér völdum nema erfið veikindi myndu hrjá hana. Hún orðaði þá hugsun sína skemmtilega þegar hún sagði: „Ég mun sitja í hásætinu þar til ég dett úr því.“

Í áramótaávarpi sínu, þegar hún tilkynnti um þá ákvörðun sína að víkja, sagði hún að tíminn hefði tekið sinn toll, veikindi væru farin að hrjá hana í auknum mæli, en hún hafði fyrr á árinu gengist undir erfiða bakaðgerð, og að hún gæti ekki tekið að sér jafn margar konunglegar skyldur og áður.

Kristján prins ásamt foreldrum sínum Friðrik krónprins og Mary krónprinsessu.
Kristján prins ásamt foreldrum sínum Friðrik krónprins og Mary krónprinsessu. AFP

Einhverjar vangaveltur eru um að meint framhjáhald Friðriks sonar hennar sem komst í heimsfréttirnar hafi átt sinn þátt í ákvörðun drottningar. Hún hafi með valdaskiptum viljað gera sitt til að styrkja hjónaband Friðriks og eiginkonu hans, hinnar áströlsku Mary, sem nýtur mikilla vinsælda hjá dönsku þjóðinni.

Reykti alls staðar

Margrét er elsta barn Friðriks konungs IX. og Ingiríðar drottningar. Hún á tvær systur, Benediktu og Önnu Maríu. Hún var krýnd drottning 32 ára gömul, árið 1972, og hefur alla tíð notið hylli þjóðar sinnar. Hún giftist árið 1967 frönskum diplómat, Hinriki, sem fékk titilinn prins. Þau eignuðust tvo syni, Friðrik og Jóakim.

Sem drottning vakti Margrét mikla athygli og forvitni erlendis. Hún er þekkt fyrir að klæðast litríkum fötum, sem hún hannar stundum sjálf. Hún segir að sig dreymi í lit.

Reykingar hennar hafa oft komist í heimsfréttirnar en lengst af var hún ekkert að fela þær. Hún er stundum kölluð öskubakkadrottningin, vegna keðjureykinga sinna. Sjálf sagði hún eitt sinn: „Ég reyki alls staðar þar sem er öskubakki.“

Í opinberri heimsókn til Íslands árið 1998 fékk hún leyfi til að reykja á annars reyklausum Bessastöðum, sem varð til þess að kvörtun barst til Velvakanda Morgunblaðsins frá almennum borgara sem sagði að höfðingjar ættu að fara eftir reglum sem giltu á staðnum. Eftir bakaðgerð fyrr á þessu ári lét Margrét alfarið af reykingum.

Æfing fyrir stjórnarskiptin fyrir utan Kristjánsborgarhöll í dag.
Æfing fyrir stjórnarskiptin fyrir utan Kristjánsborgarhöll í dag. AFP/Mads Claus Rasmussen / Ritzau Scanpix

Nánari umfjöllun er að finna í Sunnudagsblaði Morgunblaðsins um helgina. 

mbl.is