Fékk 14 daga til að hanna drottningarkjólinn

Kóngafólk í fjölmiðlum | 17. janúar 2024

Fékk 14 daga til að hanna drottningarkjólinn

Hin ástralska Mary varð drottning í Danmörku um helgina. Hún klæddist hvítum einföldum kjól þegar eiginmaður Friðrik varð konungur Danmerkur. Hvíti kjóllinn hannaði danski fatahönnuðurinn Søren Le Schmidt.  

Fékk 14 daga til að hanna drottningarkjólinn

Kóngafólk í fjölmiðlum | 17. janúar 2024

Friðrik kóngur og Mary drottning á sunnudaginn.
Friðrik kóngur og Mary drottning á sunnudaginn. AFP

Hin ástralska Mary varð drottning í Danmörku um helgina. Hún klæddist hvítum einföldum kjól þegar eiginmaður Friðrik varð konungur Danmerkur. Hvíti kjóllinn hannaði danski fatahönnuðurinn Søren Le Schmidt.  

Hin ástralska Mary varð drottning í Danmörku um helgina. Hún klæddist hvítum einföldum kjól þegar eiginmaður Friðrik varð konungur Danmerkur. Hvíti kjóllinn hannaði danski fatahönnuðurinn Søren Le Schmidt.  

Søren Le Schmidt er í uppáhaldi hjá drottningunni en hún klæddist einnig hönnun hans þegar hún var viðstödd krýningu Karls Konungs í Lundúnum síðastliðið vor. Þrátt fyrir að þekkja vel til Mary var það það einstakt að hanna kjólinn fyrir valdaskiptin sem fóru fram á sunnudaginn. 

Le Schmidt sagði í viðtali við Vogue Scandinavia að hann væri bæði stoltur og þakklátur fyrir að fá að hanna kjól nýju drottningarinnar. „Kjóll sem fer í sögubækurnar skiptir máli. Ég er upp með mér,“ sagði hann. 

Það var rautt í skartgripum Mary en kjóllinn var hvítur.
Það var rautt í skartgripum Mary en kjóllinn var hvítur. AFP

Kjóllinn sjálfur er einfaldur að sögn Le Schmidt. Hann lýsir kjólnum á þann hátt að ermarnar eru langar og þröngar. Áberandi axlir eru á kjólnum og pilsið er mikið. Áberandi belti er á kjólnum. Efni sem fer yfir aðra öxlina eins og hálfgerð skikkja gefur kjólnum heillandi yfirbragð. Hvíti liturinn var vandlega valinn en fánalitir Danmerkur eru hvítir og rauður. Drottningin var með rauða skartgripi sem táknuðu rauða litinn. 

Margrét Þórhildur Danadrottning greindi frá ákvörðun sinni að stíga til hliðar í áramótaávarpi sínu. Fatahönnuðurinn fékk því ekki langan tíma til að hanna kjólinn. „Ég hef verið að vinna að þessum sögulega kjól í 14 daga,“ sagði fatahönnuðurinn í viðtalinu. 

Kjóllinn var einfaldur en með skemmtilegri skikkju sem setti svip …
Kjóllinn var einfaldur en með skemmtilegri skikkju sem setti svip á kjólinn. AFP
mbl.is