Sarah Ferguson með húðkrabbamein

Kóngafólk í fjölmiðlum | 21. janúar 2024

Sarah Ferguson með húðkrabbamein

Sarah Ferguson, hertogaynjan af York, greindist nýverið með húðkrabbamein. Talsmaður hertogaynjunnar greinir svo frá í samtali við BBC og segir meinið hafa greinst er Ferguson var í meðferð vegna brjóstakrabbameins. 

Sarah Ferguson með húðkrabbamein

Kóngafólk í fjölmiðlum | 21. janúar 2024

Sarah Ferguson greindist nýverið með húðkrabbamein.
Sarah Ferguson greindist nýverið með húðkrabbamein. AFP

Sarah Ferguson, hertogaynjan af York, greindist nýverið með húðkrabbamein. Talsmaður hertogaynjunnar greinir svo frá í samtali við BBC og segir meinið hafa greinst er Ferguson var í meðferð vegna brjóstakrabbameins. 

Sarah Ferguson, hertogaynjan af York, greindist nýverið með húðkrabbamein. Talsmaður hertogaynjunnar greinir svo frá í samtali við BBC og segir meinið hafa greinst er Ferguson var í meðferð vegna brjóstakrabbameins. 

Sýni voru tekin úr fæðingarblettum er Ferguson var í eftirmeðferð í kjölfar brjóstnáms. Brjóstnámið fór hún í vegna brjóstakrabbameinsgreiningar á síðasta ári. 

Talsmaður hennar sagði hana þó við ágæta heilsu núna en að hún væri í frekari rannsóknum vegna húðkrabbameinsins. 

Sendir þakkir til lækna sinna

Sagði hann aðra krabbameinsgreiningu, svo skömmu eftir að hún greindist með brjóstakrabbamein vera áfall. „Hertogaynjan þakkar öllum heilbrigðisstarfsmönnum sem hafa komið að máli hennar og stutt hana í gegnum veikindi,“ sagði talsmaðurinn. 

Ferguson var gift Andrési Bretaprins en leiðir þeirra skildu árið 1996. Eiga þau saman tvær dætur, prinsessurnar Eugenie og Beatric. 

Hertogaynjan sást síðast á opinberum vettvangi um jólin er hún fór með konungsfjölskyldunni til messu á jóladag í Sandringham. Þá hafði hún ekki farið með fjölskyldunni í jóladagsmessu í meira en 30 ár.

mbl.is