74 ára og hefur klæðst grænu síðastliðin 25 ár

Fatastíllinn | 23. janúar 2024

74 ára og hefur klæðst grænu síðastliðin 25 ár

Hin 74 ára gamla Elizabeth Sweetheart hefur vakið ómælda athygli á Instagram og einnig á götum New York-borgar síðastliðin ár. Hún er þekkt sem græna konan í Carroll Gardens en eins og nafnið gefur til kynna þá klæðist Sweetheart eingöngu grænum flíkum, er með grænleitt hár og gleraugu með grænni umgjörð. Hún hefur verið í grænu síðastliðin 25 ár.

74 ára og hefur klæðst grænu síðastliðin 25 ár

Fatastíllinn | 23. janúar 2024

Elizabeth Sweetheart elskar lífið í grænu.
Elizabeth Sweetheart elskar lífið í grænu. Samsett mynd

Hin 74 ára gamla Elizabeth Sweetheart hefur vakið ómælda athygli á Instagram og einnig á götum New York-borgar síðastliðin ár. Hún er þekkt sem græna konan í Carroll Gardens en eins og nafnið gefur til kynna þá klæðist Sweetheart eingöngu grænum flíkum, er með grænleitt hár og gleraugu með grænni umgjörð. Hún hefur verið í grænu síðastliðin 25 ár.

Hin 74 ára gamla Elizabeth Sweetheart hefur vakið ómælda athygli á Instagram og einnig á götum New York-borgar síðastliðin ár. Hún er þekkt sem græna konan í Carroll Gardens en eins og nafnið gefur til kynna þá klæðist Sweetheart eingöngu grænum flíkum, er með grænleitt hár og gleraugu með grænni umgjörð. Hún hefur verið í grænu síðastliðin 25 ár.

Þessi græna litagleði hefur heldur betur heillað netverja og hefur Sweetheart nælt sér í yfir 460 þúsund fylgjendur á Instagram. Hún er reglulega stoppuð á götum borgarinnar og beðin um að stilla sér upp fyrir myndatöku eins og sannkölluð stórstjarna. 

Sweetheart lætur sér ekki duga að lifa lífinu græn á litinn, hvað varðar klæðnað og háralit, heldur býr hún á skrautlegu og skemmtilegu heimili sem er ævintýralega grænt á litinn. Eitt af því fáa í lífi Sweetheart sem er ekki grænt á litinn er Labrador hundur hennar, en hann er svartur. 

Grænn er litur náttúrunnar og sagður auka flæði og jafnvægi. Liturinn táknar vöxt, öryggi, æskublóma og samlyndi. 


mbl.is