Prinsessan sögð ráða ólöglegt vinnuafl

Kóngafólk í fjölmiðlum | 24. janúar 2024

Prinsessan sögð ráða ólöglegt vinnuafl

Charlene prinsessa af Mónakó er sögð hafa ráðið ólöglega innflytjendur til þess að vinna fyrir sig og greitt þeim lág laun. Þetta stendur í minnispunktum fyrrum endurskoðanda Alberts fursta af Mónakó, Claude Palermo.

Prinsessan sögð ráða ólöglegt vinnuafl

Kóngafólk í fjölmiðlum | 24. janúar 2024

Charlene prinsessa þykir ekki fara vel með peninga.
Charlene prinsessa þykir ekki fara vel með peninga. AFP

Charlene prinsessa af Mónakó er sögð hafa ráðið ólöglega innflytjendur til þess að vinna fyrir sig og greitt þeim lág laun. Þetta stendur í minnispunktum fyrrum endurskoðanda Alberts fursta af Mónakó, Claude Palermo.

Charlene prinsessa af Mónakó er sögð hafa ráðið ólöglega innflytjendur til þess að vinna fyrir sig og greitt þeim lág laun. Þetta stendur í minnispunktum fyrrum endurskoðanda Alberts fursta af Mónakó, Claude Palermo.

Palermo sá um fjármál hallarinnar í tvo áratugi en þurfti að segja af sér þegar vefsíða sem sérhæfir sig í að afhjúpa spillingarmál tók hann fyrir. 

Franska dagblaðið Le Monde hefur undir höndunum minnisbækur hans þar sem fram kemur hvernig konungsfjölskyldan í Mónakó varði peningunum sínum.

Þar kemur fram að starfsfólk Charlene prinsessu, átta talsins, var að mestu ólöglegir innflytjendur og var þetta eitthvað sem Palermo hafði sérstakar áhyggjur af.

„Hennar hátign lætur fólk vinna fyrir sig sem lætur ekki að stjórn,“ segir í minnisbókunum og minnst er á konu frá Filipseyjum sem „bindur hunda í sturtu“. Þá talar hann um að sumt starfsfólkið hafi verið ólöglegt árum saman og að ferðamannaleyfi þeirra hafi aðeins verið til eins mánaðar. „Starfsmaðurinn fær greiddar um 100 evrur á dag.“

Þá talar Palermo um hvernig Charlene prinsessa hafi falið ólöglegum innflytjendum það verkefni að hugsa um tvíburana þegar þeir voru nýfæddir.

„Barnfóstrurnar eru ekki aðeins ólöglegar heldur kom ein þeirra til landsins á fösluðu vegabréfi.“

Þá er prinsessan sögð mjög eyðslusöm og á tímabili þurfti að banna henni að ráða til sín meira starfsfólk. Þá hefur hún gert upp sumarhús í Korsíku fyrir háar fjárhæðir og heldur einnig uppi fjölskyldu sinni í Suður Afríku með reglulegum millifærslum.

Þá kemur fram að Albert eigi leynilegan bankareikning sem hann notar til þess að halda uppi fyrrum hjákonum og óskilgetnum börnum. 

Í desember 2019 skrifar Palermo að Charlene prinsessa hafi eytt um 15 milljónir evra þrátt fyrir að vera aðeins með heimild upp á 7 og hálfa milljón.

„Þetta er sturlun,“ skrifar Palermo. „Ég hef enga stjórn á eyðslu prinsessunnar.“

Albert fursti eyðir miklum peningum í barnsmæður sínar.
Albert fursti eyðir miklum peningum í barnsmæður sínar. AFP
mbl.is