Ekkert lúxusfrí hjá Vilhjálmi og Katrínu

Kóngafólk í fjölmiðlum | 12. febrúar 2024

Ekkert lúxusfrí hjá Vilhjálmi og Katrínu

Börn Vilhjálms Bretaprins og Katrínar prinsessu eru í vetrarfríi en fjölskyldan nýtir dagana í rólegheit. Þau gera sér þó dagamun og í stað þess að dvelja heima hjá sér í Windsor fara þau á sveitasetur sitt. 

Ekkert lúxusfrí hjá Vilhjálmi og Katrínu

Kóngafólk í fjölmiðlum | 12. febrúar 2024

Vilhjálmur Bretaprins og Katrín prinsessa ætla að dvelja á sveitasetri …
Vilhjálmur Bretaprins og Katrín prinsessa ætla að dvelja á sveitasetri sínu næstu daga. AFP

Börn Vilhjálms Bretaprins og Katrínar prinsessu eru í vetrarfríi en fjölskyldan nýtir dagana í rólegheit. Þau gera sér þó dagamun og í stað þess að dvelja heima hjá sér í Windsor fara þau á sveitasetur sitt. 

Börn Vilhjálms Bretaprins og Katrínar prinsessu eru í vetrarfríi en fjölskyldan nýtir dagana í rólegheit. Þau gera sér þó dagamun og í stað þess að dvelja heima hjá sér í Windsor fara þau á sveitasetur sitt. 

Það kemur ekki á óvart að Katrín taki því rólega næstu daga en hún er að jafna sig eftir aðgerð á kviðarholi. Hún er sögð hlakka til að breyta um umhverfi að því fram kemur á vef Daily Mail, þó ferðalagið sé ekki lengra en á sveitasetur þeirra. Þar mun Vilhjálmur sjá um börnin á meðan hún nær að hvílast. 

Í nágrenninu í Sandringham-kastala er Karl konungur einnig að taka því rólega en hann er í krabbameinsmeðferð. 

Fjölskyldan á jólunum.
Fjölskyldan á jólunum. AFP/Adiran Dennis
mbl.is