Netverjar agndofa yfir Instagram-færslu McCarthy

Instagram | 19. febrúar 2024

Netverjar agndofa yfir Instagram-færslu McCarthy

Bandaríska leikkonan Melissa McCarthy, 53 ára, er nýjasta Hollywood-stjarnan sökuð um að notfæra sér sykursýkislyfið Ozempic. Lyfið hefur hlotið mikilla vinsælda hjá liðsmönnum Hollywood-elítunnar og einnig meðal almennings í von um þyngdartap. 

Netverjar agndofa yfir Instagram-færslu McCarthy

Instagram | 19. febrúar 2024

Leikkonan vakti mikla lukku í áhorfapartíi RuPaul.
Leikkonan vakti mikla lukku í áhorfapartíi RuPaul. Samsett mynd

Bandaríska leikkonan Melissa McCarthy, 53 ára, er nýjasta Hollywood-stjarnan sökuð um að notfæra sér sykursýkislyfið Ozempic. Lyfið hefur hlotið mikilla vinsælda hjá liðsmönnum Hollywood-elítunnar og einnig meðal almennings í von um þyngdartap. 

Bandaríska leikkonan Melissa McCarthy, 53 ára, er nýjasta Hollywood-stjarnan sökuð um að notfæra sér sykursýkislyfið Ozempic. Lyfið hefur hlotið mikilla vinsælda hjá liðsmönnum Hollywood-elítunnar og einnig meðal almennings í von um þyngdartap. 

McCarthy, sem fór með hlutverk Úrsúlu í leiknu kvikmyndinni um Litlu hafmeyjuna, deildi mynd af sér ásamt eiginmanni sínum, leikstjóranum Ben Falcone, á Instagram yfir helgina. 

Netverjum brá mörgum í brún yfir breyttu útliti McCarthy, en leikkonan, sem er ein af vinsælustu og virtustu leikkonum í skemmtanaiðnaðinum, sýndi myndarlegt þyngdartap sitt klædd demantaskreyttum samfesting. McCarthy klæddist hinni glæsilegu flík í áhorfspartí (e. viewing party) sem haldið var fyrir nýjasta þátt raunveruleikaseríunnar RuPaul's Drag Race, en hún er mikill aðdándi seríunnar. 

Í kjölfar Instagram-færslunnar upphófust miklar pælingar meðal netverja og ekki leið á löngu þar til athugasemdarkerfið var yfirfullt af spekúlasjónum og snerust allflestar um Ozempic og nýtt útlit leikkonunnar. 

McCarthy hefur verið þekkt fyrir að rokka upp og niður í þyngd í gegnum árin, en leikkonan hefur rætt það opinberlega að vilja komast í betra form, heilsunnar og fjölskyldunnar vegna.

mbl.is