„Ég var orðin 136 kíló og þurfti á hjálp að halda“

Poppkúltúr | 14. maí 2024

„Ég var orðin 136 kíló og þurfti á hjálp að halda“

Bandaríska leikkonan Whoopi Goldberg hefur grennst töluvert að undanförnu en hún viðurkenndi í spjallþætti Kelly Clarkson, The Kelly Clarkson Show, að hafa notfært sér blóðsykurslyfið Mounjaro til að grennast. 

„Ég var orðin 136 kíló og þurfti á hjálp að halda“

Poppkúltúr | 14. maí 2024

Whoopi Goldberg og Kelly Clarkson ræddu opinskátt um heilsu, blóðsykurslyf …
Whoopi Goldberg og Kelly Clarkson ræddu opinskátt um heilsu, blóðsykurslyf og líkamsímynd í nýjasta þætti The Kelly Clarkson Show. Samsett mynd

Bandaríska leikkonan Whoopi Goldberg hefur grennst töluvert að undanförnu en hún viðurkenndi í spjallþætti Kelly Clarkson, The Kelly Clarkson Show, að hafa notfært sér blóðsykurslyfið Mounjaro til að grennast. 

Bandaríska leikkonan Whoopi Goldberg hefur grennst töluvert að undanförnu en hún viðurkenndi í spjallþætti Kelly Clarkson, The Kelly Clarkson Show, að hafa notfært sér blóðsykurslyfið Mounjaro til að grennast. 

Clarkson opnaði sig einnig um þyngdartap sitt og notkun megrunarlyfja en sagði ástæðuna vera greiningu á forsykursýki (e. prediabetes). 

„Ég fór í blóðmælingu en þar kom í ljós að blóðsykurinn var í miklu ójafnvægi. Ég þurfti þar af leiðandi að gera eitthvað í mínum málum og var þetta það eina rétta í stöðunni,“ sagði Clarkson. 

Goldberg viðurkenndi einnig að hafa verið komin á slæman stað. „Ég var orðin 136 kíló og þurfti á hjálp að halda. Eg vildi alls ekki grennast óeðlilega hratt eða mikið. Ég var á slæmum stað og þurfti að finna leið út.“ 

Mikil aukning hefur verið í notkun megrunarlyfja á borð við Ozempic, Saxenda og Wegovy síðustu ár og hafa margar Hollywood-stjörnur, þar á meðal Oprah Winfrey, Mindy Kaling, Sharon Osbourne, viðurkennt að hafa notfært sér slík lyf til að grennast. 

mbl.is