Fellir niður mál gegn ríkinu

Eldvirkni á Reykjanesskaga | 20. febrúar 2024

Fellir niður mál gegn ríkinu

Stefán Kristjánsson, íbúi í Grindavík, hefur ákveðið að fella niður mál sitt á hendur íslenska ríkinu þar sem Grindvíkingum er nú heimilt að dvelja í bænum á ný.

Fellir niður mál gegn ríkinu

Eldvirkni á Reykjanesskaga | 20. febrúar 2024

Grindvíkingum er nú heimilt að dvelja og starfa í bænum …
Grindvíkingum er nú heimilt að dvelja og starfa í bænum á ný allan sólarhringinn. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Stefán Kristjánsson, íbúi í Grindavík, hefur ákveðið að fella niður mál sitt á hendur íslenska ríkinu þar sem Grindvíkingum er nú heimilt að dvelja í bænum á ný.

Stefán Kristjánsson, íbúi í Grindavík, hefur ákveðið að fella niður mál sitt á hendur íslenska ríkinu þar sem Grindvíkingum er nú heimilt að dvelja í bænum á ný.

Frá þessu greinir Jón Steinar Gunnlaugsson, lögmaður Stefáns, í tilkynningu.

Stefán höfðaði málið í febrúar þar sem hann krafðist þess að staðfest yrði með dómi að honum sé og hafi verið óskylt að hlíta ákvörðunum ríkislögreglustjóra um bann við för til Grindavíkur og dvöl þar í eigin húsakynnum.

Náði fram dómkröfum sínum

Ríkislögreglustjóri greindi frá því í gær að Grindvíkingum yrði á ný heimilt að dvelja og starfa í bænum allan sólarhringinn. Var þar með fallið frá fyrirmælum um brottflutning úr Grindavík.

Í tilkynningu Jóns Steinars segir að þar sem fyrirsvarsmenn ríkisins hafi ákveðið að fella niður ákvarðanir um bann við dvöl í Grindavík hafi Stefán náð fram dómkröfum sínum án þess að fella þyrfti dóm um þær.

„Að svo búnu er ekki lengur ástæða til að láta mál Stefáns ganga til dóms og hefur hann því ákveðið að fella málið niður,“ segir í tilkynningunni.

mbl.is