Harry á ekki afturkvæmt

Kóngafólk í fjölmiðlum | 20. febrúar 2024

Harry á ekki afturkvæmt

Karl III. Bretlandskóngur er sagður á móti því að Harry prins snúi aftur til starfa fyrir bresku konungsfjölskylduna. 

Harry á ekki afturkvæmt

Kóngafólk í fjölmiðlum | 20. febrúar 2024

Harry prins er sagður reiðubúinn að hjálpa föður sínum.
Harry prins er sagður reiðubúinn að hjálpa föður sínum. AFP

Karl III. Bretlandskóngur er sagður á móti því að Harry prins snúi aftur til starfa fyrir bresku konungsfjölskylduna. 

Karl III. Bretlandskóngur er sagður á móti því að Harry prins snúi aftur til starfa fyrir bresku konungsfjölskylduna. 

„Hann er staðfastlega á þeirri skoðun. Ekki á nokkurn hátt kemur það til greina,“ er haft eftir heimildarmanni innan hallarinnar. Heimildir herma að Karl sé ekki á því að lappa upp á sambandið við Harry í nánustu framtíð. Þá er Vilhjálmur prins einnig sagður vera á sömu skoðun.

Margir hafa bundið vonir við að Harry prins snúi tímabundið aftur til opinberra starfa til að styðja föður sinn í veikindunum og létta undir með fjölskyldunni. Þá á Harry að hafa sagt vinum sínum að hann sé boðinn og búinn til þess ef á þyrfti að halda.

Konunglegir álitsgjafar hafa sagt að slíkt fyrirkomulag myndi alveg geta gengið upp en að slíkar umræður hafi þó enn ekki átt sér stað. Ekki einu sinni með óformlegum hætti.

Karl virðist ekki vilja deila of mikilli ábyrgð og vinnu með fjölskyldunni þrátt fyrir veikindin og Vilhjálmur er til staðar ef á þarf að halda. 

Athygli vakti þegar Harry prins heimsótti föður sinn en fékk aðeins að sjá hann í rúman hálftíma og hann mátti ekki fylgja honum til Sandringham. Sögur voru uppi um að hallarstarfsfólk hafi verið hrætt um að losna þá aldrei við hann en það hefur þó verið bent á að Harry átti að mæta á viðburð í LA daginn eftir.

mbl.is