„Náttúrulega ekkert af fólki hérna“

Eldvirkni á Reykjanesskaga | 20. febrúar 2024

„Náttúrulega ekkert af fólki hérna“

Sigurbjörn Elvarsson verslunarstjóri stendur vaktina í Vélsmiðju Grindavíkur, fyrstu versluninni sem þar opnaði eftir nýafstaðnar hamfarir, og þykir honum tíðin róleg. Helst hafi viðbragðsaðilar og viðgerðaflokkar við störf í bænum haft við hann viðskipti.

„Náttúrulega ekkert af fólki hérna“

Eldvirkni á Reykjanesskaga | 20. febrúar 2024

Sigurbjörn Elvarsson verslunarstjóri heldur sínu striki og opnaði í morgun. …
Sigurbjörn Elvarsson verslunarstjóri heldur sínu striki og opnaði í morgun. Glussinn er vinsæll hjá þeim viðskiptamannahópi sem er við störf í bænum enda mikið um stórvirkar vinnuvélar nú um stundir. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Sigurbjörn Elvarsson verslunarstjóri stendur vaktina í Vélsmiðju Grindavíkur, fyrstu versluninni sem þar opnaði eftir nýafstaðnar hamfarir, og þykir honum tíðin róleg. Helst hafi viðbragðsaðilar og viðgerðaflokkar við störf í bænum haft við hann viðskipti.

Sigurbjörn Elvarsson verslunarstjóri stendur vaktina í Vélsmiðju Grindavíkur, fyrstu versluninni sem þar opnaði eftir nýafstaðnar hamfarir, og þykir honum tíðin róleg. Helst hafi viðbragðsaðilar og viðgerðaflokkar við störf í bænum haft við hann viðskipti.

„Þá vantar glussa og einhverjar vörur, það er náttúrulega ekkert af fólki hérna,“ segir verslunarstjórinn og bendir á að margir séu fluttir í burtu eða við það að flytja í burtu. Aðspurður kveðst hann telja að einhverjir muni kannski snúa aftur en Sigurbjörn er sjálfur ekki búsettur í bænum, hann býr í Keflavík.

Óvíst hvað gerist næstu árin

Segir hann það verra ef Grindavík legðist af með öllu.

„En maður veit ekkert hvað gerist hérna næstu árin,“ segir Sigurbjörn sem opnaði um áttaleytið í morgun, örskömmu eftir að för fólks um bæinn var leyfð.

Hann segir ekki annað tjóa en að halda sínu striki og vera bjartsýnn þótt enginn viti almennilega hvað framtíð Grindavíkur og nágrennis beri í skauti sér.

mbl.is