Vonbrigði en áfram jákvæð teikn á lofti

Vextir á Íslandi | 28. febrúar 2024

Vonbrigði en áfram jákvæð teikn á lofti

Verðbólgutölur sem birtust í morgun eru að hluta til vonbrigði, en þó er líklegt að þær endurspegli að útsölulok séu að koma af meiri krafti fram í þessum mánuði og verði þar með minni í þeim næsta. Þá er jákvætt að undirliggjandi verðbólga fer lækkandi. Því gæti verið um tilfærslu milli mánaða að ræða í þetta skiptið sem ætti ekki að hafa mikil áhrif á stóru myndina um hjaðnandi verðbólgu.

Vonbrigði en áfram jákvæð teikn á lofti

Vextir á Íslandi | 28. febrúar 2024

Bergþóra Baldursdóttir, hagfræðingur hjá Íslandsbanka, segir útsölulok hafa komið fram …
Bergþóra Baldursdóttir, hagfræðingur hjá Íslandsbanka, segir útsölulok hafa komið fram af nokkrum krafti í febrúar og líklega verði áhrif þeirra vægari í mars. Samsett mynd

Verðbólgutölur sem birtust í morgun eru að hluta til vonbrigði, en þó er líklegt að þær endurspegli að útsölulok séu að koma af meiri krafti fram í þessum mánuði og verði þar með minni í þeim næsta. Þá er jákvætt að undirliggjandi verðbólga fer lækkandi. Því gæti verið um tilfærslu milli mánaða að ræða í þetta skiptið sem ætti ekki að hafa mikil áhrif á stóru myndina um hjaðnandi verðbólgu.

Verðbólgutölur sem birtust í morgun eru að hluta til vonbrigði, en þó er líklegt að þær endurspegli að útsölulok séu að koma af meiri krafti fram í þessum mánuði og verði þar með minni í þeim næsta. Þá er jákvætt að undirliggjandi verðbólga fer lækkandi. Því gæti verið um tilfærslu milli mánaða að ræða í þetta skiptið sem ætti ekki að hafa mikil áhrif á stóru myndina um hjaðnandi verðbólgu.

Gjaldskrárhækkanir sveitarfélaga hafa einnig nokkur áhrif í þessum mánuði, en stóra spurningin næstu mánuði er þróun flugverðs í kringum páskana.

Þetta er meðal þess sem Bergþóra Baldursdóttir, hagfræðingur hjá Íslandsbanka, segir í samtali við mbl.is, en í morgun birti Hagstofan febrúartölur sínar um vísitölu neysluverðs. Er árstakur vísitölunnar, og þar með verðbólgan, nú 6,6% og lækkaði um 0,1 prósentustig milli mánaða. Er það nokkuð minni lækkun en greiningaraðilar höfðu gert ráð fyrir, en því hafði verið spáð að verðbólgan gæti farið niður í 6,1%.

Útsölulok að mestu komin fram nú þegar

Bergþóra segir að þegar undirliðir vísitölunnar séu skoðaðir komi í ljós að það sé að stærstum hluta útsölulok sem hafi þessi áhrif. Er þar um að ræða liðina föt og skór, húsgögn, heimilisbúnaður o.fl. og tómstundir og menning. Hækkaði liðurinn föt og skór þannig um 8,4% milli mánaða og húsgögn og heimilisbúnaður um 5,5%. Bergþóra segir þetta dæmigert eftir janúarútsölur, en að oft komi breytingin fram bæði í febrúar og mars.

„Miðað við þessar tölur myndi ég halda að þessi útsölulok hafi að mestu gengið til baka núna og verði mun minni í mars,“ segir Bergþóra og bætir við: „Við höfðum gert ráð fyrir að útsölur dreifðust á tvo mánuði.“

Hækkun sorphirðugjalda vegur þungt

Til viðbótar við útsöluliðina þrjá, þá hækkaði húsnæðiskostnaðarliðurinn um 1,31%, en þar sem sá liður vegur þungt í vísitölunni hafði það meiri áhrif til hækkunar en verðbreytingar á fötum og húsgögnum.

Bergþóra segir jákvætt að húsnæðisliðurinn sjálfur (íbúðaverð) hafi aðeins hækkað um 0,1%. Hins vegar hafi það verið hækkun sveitarfélaga á sorphirðugjaldi sem valdi hvað mestri hækkun í þetta skiptið, en hækkunin er um 17%. Segir Bergþóra að þetta sé almenn hækkun um áramótin sem sé nú að koma fram í tölum Hagstofunnar.

Stóra spurningin þróun flugverðs um páskana

Þegar horft er til komandi mánaða segir Bergþóra að stóra spurningin tengist þróun á flugverði. Bendir hún á að í kringum páskana eigi það oft til að hækka, en í ár séu páskarnir í fyrra falli og því gæti sú hækkun komið inn í marstölurnar frekar en apríl. Segir hún það geta haft áhrif á hvernig verðbólga þróast frá mánuði til mánaðar, en þegar litið sé á stóru myndina sé þó aðeins um tilfærslu milli mánaða að ræða.

Segist hún áfram vera jákvæða fyrir því að verðbólga geti lækkað í um 5% um mitt árið, líkt og greiningardeild bankans hafði spáð um í þjóðhagsspá sinni í lok janúar.

Þróun flugverðs um páskana verður stærsta spurningarmerkið varðandi verðbólguþróun á …
Þróun flugverðs um páskana verður stærsta spurningarmerkið varðandi verðbólguþróun á komandi mánuðum að sögn Bergþóru. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Hefði verið bjartsýnni á vaxtalækkun með betri tölum í dag

Undirliggjandi verðbólga heldur áfram að lækka á alla mælikvarða að sögn Bergþóru, en þar eru sveiflukenndir liðir teknir út og segir hún að peningastefnunefnd Seðlabankans horfi mikið á þá tölu þegar ákvörðun um vaxtabreytingar sé tekin.

Við vaxtaákvörðun sína nú fyrr í mánuðinum ákvað Seðlabankinn að halda stýrivöxtum óbreyttum, en einn nefndarmaður kaus þó gegn þeirri ákvörðun og vildi lækka vexti. Bergþóra segir að tónninn hafi því verið að færast í lækkunarátt og að þó að tölurnar í dag gætu verið betri, þá sé enn möguleiki á að Seðlabankinn lækki vexti í mars, þó líklegra sé að það verði ekki fyrr en í maí.

„Við útilokum ekki að það verði lækkun í mars, en ég hefði verið bjartsýnni ef tölurnar hefðu verið betri í dag,“ segir Bergþóra.

mbl.is