Katrín biðst afsökunar vegna myndarinnar

Kóngafólk í fjölmiðlum | 11. mars 2024

Katrín biðst afsökunar vegna myndarinnar

Katrín prinsessa af Wales hefur gefið út afsökunarbeiðni, í kjölfar þess að nokkrar stærstu fréttaveitur heims drógu til baka mynd af henni og börnum hennar sem Kensingtonhöll gaf út í gærmorgun.

Katrín biðst afsökunar vegna myndarinnar

Kóngafólk í fjölmiðlum | 11. mars 2024

Myndin af fjölskyldunni sem fréttaveiturnar afturkölluðu úr kerfum sínum.
Myndin af fjölskyldunni sem fréttaveiturnar afturkölluðu úr kerfum sínum. Ljósmynd/Kensingtonhöll

Katrín prinsessa af Wales hefur gefið út afsökunarbeiðni, í kjölfar þess að nokkrar stærstu fréttaveitur heims drógu til baka mynd af henni og börnum hennar sem Kensingtonhöll gaf út í gærmorgun.

Katrín prinsessa af Wales hefur gefið út afsökunarbeiðni, í kjölfar þess að nokkrar stærstu fréttaveitur heims drógu til baka mynd af henni og börnum hennar sem Kensingtonhöll gaf út í gærmorgun.

Reu­ters, AP, Getty og AFP afturkölluðu myndina úr kerfum sínum í gærkvöldi og vöruðu fjölmiðla við notk­un mynd­ar­inn­ar. AP sagði ástæðuna vera að í ljós hefði komið að átt hefði verið við myndina.

Breska dagblaðið Telegraph hafði svo eftir talsmanni AP að sérstaklega væri horft til vinstri handleggs Karlottu prinsessu.

Frá Kensingtonhöll í Lundúnum í dag.
Frá Kensingtonhöll í Lundúnum í dag. AFP

Kveðst stundum prófa breytingar

Í tilkynningu núna kveðst prinsessan stundum prófa breytingar á myndum, eins og margir áhugaljósmyndarar. Hún vilji biðjast afsökunar á ruglingi sem fjölskyldumynd gærdagsins olli.

„Ég vona að allir þeir sem fögnuðu hafi átt mjög ánægjulegan mæðradag,“ segir í kveðju prinsessunnar, þar sem kvittað er undir með upphafsstaf hennar.

Fyrsta opinbera myndin frá aðgerðinni

Um er að ræða fyrstu op­in­beru mynd­ina sem kon­ungs­fjöl­skyld­an birt­ir af Katrínu síðan hún gekkst und­ir aðgerð á kviðar­holi fyr­ir tæp­um tveim­ur mánuðum. Birt­ist hún með mæðradagskveðju frá Katrínu þar sem hún þakk­ar fyr­ir kveðjur síðustu mánuði.

Vanga­velt­ur hafa verið um heilsu prins­ess­unn­ar þar sem hún hef­ur ekki sést á op­in­ber­um vett­vangi um nokk­urt skeið.

Fulltrúar bresku konungsfjölskyldunnar höfðu áður neitað að tjá sig eftir að fréttaveiturnar afturkölluðu myndina.

mbl.is