Heimili Cöru Delevingne varð eldi að bráð

Instagram | 18. mars 2024

Heimili Cöru Delevingne varð eldi að bráð

Heimili fyrirsætunnar og leikkonunnar Cöru Delevingne í Hollywood-hæðum í Los Angeles varð eldi að bráð á föstudagsmorgun. Eldurinn er sagður hafa kviknað í bakhlið hússins og dreift sér hratt.

Heimili Cöru Delevingne varð eldi að bráð

Instagram | 18. mars 2024

Cala Delevingne missti heimili sitt í eldsvoða.
Cala Delevingne missti heimili sitt í eldsvoða. Samsett mynd

Heimili fyrirsætunnar og leikkonunnar Cöru Delevingne í Hollywood-hæðum í Los Angeles varð eldi að bráð á föstudagsmorgun. Eldurinn er sagður hafa kviknað í bakhlið hússins og dreift sér hratt.

Heimili fyrirsætunnar og leikkonunnar Cöru Delevingne í Hollywood-hæðum í Los Angeles varð eldi að bráð á föstudagsmorgun. Eldurinn er sagður hafa kviknað í bakhlið hússins og dreift sér hratt.

Allt tiltækt slökkvilið á svæðinu barðist við eldinn en það tók 94 slökkviliðsmenn hátt í tvær klukkustundir að ná tökum á eldsvoðanum. Erfiðlega gekk að komast að eldinum, sérstaklega eftir að þakið féll og hlutu tveir slökkviliðsmenn minniháttar meiðsli við slökkvistörf.

„Ég trúi þessu ekki“

Delevingne var ekki heima þegar eldurinn kviknaði en slökkviliðið náði að bjarga heimilisköttunum, tveimur hvítum persneskum köttum, úr eldsvoðanum. Delevingne er stödd í Lundúnum um þessar mundir að leika hlutverk í Cabaret á West End.

Delevingne sagðist vera miður sín vegna atburðanna í færslu sem hún birti á Instagram Story. Hún þakkaði slökkviliðsmönnunum kærlega fyrir og þá sérstaklega fyrir að bjarga köttunum hennar.

„Ég trúi þessu ekki. Lífið getur breyst á einu augnabliki,“ sagði hún meðal annars.

Ekki er hægt að reikna með að mikið heillegt sé eftir í húsinu en upptök eldsins eru ókunn. 

mbl.is