Annað konunglegt myndahneyksli?

Kóngafólk í fjölmiðlum | 30. apríl 2024

Annað konunglegt myndahneyksli?

Margir telja að átt hafi verið við nýjustu myndina af dönsku konungshjónunum sem á meðal annars að vera notuð í öllum sendiráðum Danmerkur.

Annað konunglegt myndahneyksli?

Kóngafólk í fjölmiðlum | 30. apríl 2024

Friðrik kóngur og Mary drottning.
Friðrik kóngur og Mary drottning. Skjáskot/Instagram

Margir telja að átt hafi verið við nýjustu myndina af dönsku konungshjónunum sem á meðal annars að vera notuð í öllum sendiráðum Danmerkur.

Margir telja að átt hafi verið við nýjustu myndina af dönsku konungshjónunum sem á meðal annars að vera notuð í öllum sendiráðum Danmerkur.

Þykir þetta áhugavert í ljósi þess hversu mikla gagnrýni breska höllin fékk þegar hún sendi út verulega breytta mynd af Katrínu prinsessu og börnunum í tilefni af mæðradeginum. 

Margir segja að myndin af Friðriki kóngi og Mary drottningu sé samsett. Teknar hafi verið myndir af þeim í sitthvoru lagi og þær myndir svo settar saman.

Danska konungshöllin neitar hins vegar öllum ásökunum. „Ekki hefur verið átt við hina opinberu gala-portrett mynd,“ er haft eftir höllinni í Daily Mail.

Þetta er ekki í fyrsta sinn sem danska höllin er sökuð um að eiga við myndirnar sem frá þeim koma. Í janúar síðastliðnum voru uppi svipaðar vangaveltur um afmælismynd af tvíburunum Vincent prins og Jósefínu prinsessu. Þá voru þau nákvæmlega eins uppstillt og á hópmynd sem var tekin sama dag. Margir töldu víst að þau hefðu verið klippt saman á mynd í tilefni af afmælinu.

Myndin af dönsku konungshjónunum sem margir telja að átt hefur …
Myndin af dönsku konungshjónunum sem margir telja að átt hefur við. Skjáskot/Instagram
Tvíburarnir Vincent og Jósefína þegar þau urðu 13 ára í …
Tvíburarnir Vincent og Jósefína þegar þau urðu 13 ára í janúar. Skjáskot/Instagram
Vincent og Jósefína eru í nákvæmlega sömu stellingum hér og …
Vincent og Jósefína eru í nákvæmlega sömu stellingum hér og á afmælismyndinni. Skjáskot/Instagram
mbl.is