Sarah Ferguson laus við krabbameinið

Sarah Ferguson laus við krabbameinið

Beatrice prinsessa, dóttir Söruh Ferguson og Andrésar prins, segir að móðir sín sé laus við krabbameinið.

Sarah Ferguson laus við krabbameinið

Kóngafólk í fjölmiðlum | 7. maí 2024

Sarah Ferguson er laus við krabbameinið.
Sarah Ferguson er laus við krabbameinið. AFP

Beatrice prinsessa, dóttir Söruh Ferguson og Andrésar prins, segir að móðir sín sé laus við krabbameinið.

Beatrice prinsessa, dóttir Söruh Ferguson og Andrésar prins, segir að móðir sín sé laus við krabbameinið.

Í viðtali við breska morgunsjónvarpið This Morning á ITV sagði prinsessan að hún væri úr hættu eftir mikil áföll á síðasta ári en þá greindist Ferguson bæði með brjóstakrabbamein og húðkrabbamein með aðeins nokkurra mánaða millibili.

Beatrice sagði að hún og systir hennar Eugenie væru afar stoltar af henni og taka sér hana til fyrirmyndar þegar kemur að eigin heilsu.

„Hún hefur gengið í gegnum svo margt. Ég dáist að þrautseigju hennar. Hún er að verða hún sjálf aftur. Þetta minnir okkur á hversu mikilvægt það er að fylgjast vel með eigin heilsu og fara í reglubundið eftirlit. Það er ekkert mikilvægara en fjölskyldan,“ segir Beatrice prinsessa.

Eugenie prinsessa og Beatrice prinsessa eru afar stoltar af mömmu …
Eugenie prinsessa og Beatrice prinsessa eru afar stoltar af mömmu sinni. AFP
mbl.is