Hefur engan tíma til að hitta Harry

Hefur engan tíma til að hitta Harry

Harry Bretaprins er staddur í Bretlandi til að fagna 10 ára afmæli Invictus-leikana. Mun hann þó ekki hitta föður sinn Karl konung sem kveðst of upptekinn til að hitta soninn.

Hefur engan tíma til að hitta Harry

Kóngafólk í fjölmiðlum | 8. maí 2024

Karl konungur er með of fulla dagskrá til að hitta …
Karl konungur er með of fulla dagskrá til að hitta yngri son sinn Harry Bretaprins. AFP

Harry Bretaprins er staddur í Bretlandi til að fagna 10 ára afmæli Invictus-leikana. Mun hann þó ekki hitta föður sinn Karl konung sem kveðst of upptekinn til að hitta soninn.

Harry Bretaprins er staddur í Bretlandi til að fagna 10 ára afmæli Invictus-leikana. Mun hann þó ekki hitta föður sinn Karl konung sem kveðst of upptekinn til að hitta soninn.

Talsmaður prinsins segir það vera vegna fullrar dagskrár konungsins sem feðgarnir nái ekki saman að sinni. 

„Hertoginn hefur auðvitað skilning á fullri dagskrá föður síns og margvíslegra skuldbindinga hans en vonast til að sjá hann fljótlega,“ sagði í yfirlýsingu frá talsmanni Harrys.

Feðgarnir þrír árið 2017 þegar allt lék enn í lyndi.
Feðgarnir þrír árið 2017 þegar allt lék enn í lyndi. AFP

Andað köldu á milli bræðra

Samkvæmt fréttastofu BBC mun Vilhjálmur Bretaprins, bróðir Harry, ekki mæta á opnunarviðburð Invictus-leikanna í dag, en Harry stofnaði leik­ana árið 2014 til heiðurs her­manna sem hafa særst í átök­um. 

Síðasta heimsókn Harry til Bretlands var í febrúar á þessu ári er faðir hans greindist með krabbamein. Vakti það nokkra athygli að bræðurnir hittust ekki í heimsókninni þrátt fyrir veikindi föður þeirra en andað hefur köldu á milli þeirra um nokkurt skeið. 

Harry hefur verið búsettur í Kaliforníuríki í Bandaríkjunum ásamt eiginkonu sinni Meghan Markle og börnum þeirra tveimur, frá árinu 2020.

mbl.is