Anníe Mist opnaði sig um keisaraskurðinn

Fæðingar og fleira | 10. maí 2024

Anníe Mist opnaði sig um keisaraskurðinn

Crossfit-stjarnan Anníe Mist Þórisdóttir varð móðir í annað sinn á dögunum þegar henni og sambýlismanni hennar Frederik Aegidius fæddist drengur.

Anníe Mist opnaði sig um keisaraskurðinn

Fæðingar og fleira | 10. maí 2024

Anníe Mist birti fallegar fjölskyldumyndir með færslunni.
Anníe Mist birti fallegar fjölskyldumyndir með færslunni. Samsett mynd

Crossfit-stjarnan Anníe Mist Þórisdóttir varð móðir í annað sinn á dögunum þegar henni og sambýlismanni hennar Frederik Aegidius fæddist drengur.

Crossfit-stjarnan Anníe Mist Þórisdóttir varð móðir í annað sinn á dögunum þegar henni og sambýlismanni hennar Frederik Aegidius fæddist drengur.

Anníe Mist gekkst undir keisaraskurð og opnaði sig um ákvörðun sína í einlægri færslu á Instagram sem vakti mikla athygli hjá netverjum. 

Anníe Mist segir það ekki hafa verið auðvelda ákvörðun að gangast undir keisaraskurð en hér á landi er því þannig háttað að ekki er hægt að fara í keisaraskurð að eigin ósk. Keisaraskurðir eru aldrei framkvæmdir nema það sé ábending fyrir því og þannig var það í hennar tilfelli, en Anníe Mist átti erfiða fyrstu fæðingu.  

„Fólkið sem stendur mér næst var allt á einu máli, það vildi að ég færi í fyrirfram ákveðinn keisaraskurð þar sem erfiðlega gekk hjá mér að fæða dóttur okkar, ég missti mikið af blóði. 

Ég var örlítið tvístígandi og alls ekki tilbúin að útiloka eðlilega fæðingu. Mig langaði að upplifa góða fæðingu. 

Það var svo um jólin sem ég áttaði mig á að þetta var ekki bara spurning um mig. Ég þurfti að líta á málið frá öðrum hliðum og gera það sem best hentar fjölskyldunni. Ég vildi ekki fara að taka óþarfa áhættu, barnanna vegna,“ skrifaði Anníe Mist meðal annars og sagði einnig að í þeim tilvikum þar sem ákvörðun hefur veruleg áhrif á þig þá þarft þú að hlusta á eigið innsæi, enda ólíkar aðstæður hjá hverjum og einum. 



mbl.is