Frændsystkin veita Vilhjálmi stuðning

Kóngafólk í fjölmiðlum | 23. maí 2024

Frændsystkin veita Vilhjálmi stuðning

Frændsystkin Vilhjálms prins sýna honum mikinn stuðning á erfiðum tímum á meðan Katrín prinsessa eiginkona hans og Karl kóngur faðir hans fara í gegnum erfiðar lyfjameðferðir.

Frændsystkin veita Vilhjálmi stuðning

Kóngafólk í fjölmiðlum | 23. maí 2024

Vilhjálmur prins af Wales bar sig vel í garðpartýi Buckingham …
Vilhjálmur prins af Wales bar sig vel í garðpartýi Buckingham hallar. AFP

Frændsystkin Vilhjálms prins sýna honum mikinn stuðning á erfiðum tímum á meðan Katrín prinsessa eiginkona hans og Karl kóngur faðir hans fara í gegnum erfiðar lyfjameðferðir.

Frændsystkin Vilhjálms prins sýna honum mikinn stuðning á erfiðum tímum á meðan Katrín prinsessa eiginkona hans og Karl kóngur faðir hans fara í gegnum erfiðar lyfjameðferðir.

Frændsystkinin mættu öll á dögunum í konunglega garðveislu í Buckinghamhöll og sýndu sínar bestu hliðar. Þar voru dætur Andrésar prins, Beatrice og Eugenie og börn Önnu prinsessu, Zara Tindall og Peter Phillips. Öll starfa þau utan bresku krúnunnar, með eigin starfsframa en mæta þó á stærstu viðburðina til þess að leggja hönd á plóg. Einnig starfa þau að góðgerðamálum eftir bestu getu.

Það rigndi mikið og Vilhjálmur gantaðist með að þetta væri fullkomið veður fyrir sund. Þá upplýsti hann um að Georg sonur hans hefði mikinn áhuga á flugvélum og hefði áhuga á að verða flugmaður en bæði Vilhjálmur og Harry þóttu góðir flugmenn á sínum tíma. 

Garðveislurnar eru árlegur viðburður og gestir eru um 8 þúsund talsins. Í ár var komið að Vilhjálmi að vera aðalgestgjafi veislunnar.

Zara Tindall var afar glæsileg og minnti á Mary Poppins.
Zara Tindall var afar glæsileg og minnti á Mary Poppins. AFP
Prinsessurnar Beatrice og Eugenie, dætur Andrésar prins.
Prinsessurnar Beatrice og Eugenie, dætur Andrésar prins. AFP
Það var mikil rigning og gestir leituðu skjóls undir regnhlífum.
Það var mikil rigning og gestir leituðu skjóls undir regnhlífum. AFP
Vilhjálmur prins í flóði regnhlífa.
Vilhjálmur prins í flóði regnhlífa. AFP
Vilhjálmur hefur margt á sinni könnu.
Vilhjálmur hefur margt á sinni könnu. AFP
mbl.is