Lögregla lýsir yfir neyðarástandi í Lundúnum

Neðanjarðarlestarstöð í Lundúnum.
Neðanjarðarlestarstöð í Lundúnum. AP

Yfirvöld hafa lýst yfir neyðarástandi í Lundúnum þar sem sprenging varð í neðanjarðarlestarkerfi borgarinnar. Hefur því nú verið lokað. Lögregla segir að sprengibúnaður hafi fundist á einum stað í lestarkerfinu, að því er fram kemur á Sky-fréttastöðinni. Þá sprakk sprengja í strætisvagni skömmu eftir hina sprenginguna. Nokkrir eru sagðir slasaðir og að minnsta kosti einn látinn.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert