Bretar yfirheyra Osman Hussain í næstu viku

Osman Hussain, sem handtekinn var á Ítalíu.
Osman Hussain, sem handtekinn var á Ítalíu. AP

Breskur saksóknari og sérfræðingur á vegum Scotland Yard munu á þriðjudag í næstu viku fara til Rómar og yfirheyra Osman Hussain, sem talinn er eiga aðild að tilraun til hryðjuverka í Lundúnum 21. júlí síðastliðinn. Þetta verður í fyrsta sinn sem bresk yfirvöld yfirheyra manninn vegna málsins.

Maðurinn, sem heitir réttu nafni Hamdi Issac, var handtekinn í íbúð í Róm í síðustu viku.

Bresk stjórnvöld hafa farið þess á leit við stjórnvöld á Ítalíu að þau framselji manninn. Hann er talinn hafa komið með poka með sprengiefni um borð í neðanjarðarlest í Lundúnum áðurnefndan dag.

Ítalska fréttastofan ANSA greindi frá því í dag, að ítalskur dómari, sem mun taka lokaákvörðun um framsalsbeiðnina, verði viðstaddur yfirheyrslurnar á þriðjudag.

Antonietta Soneesa, lögmaður mannsins, sagði líklegt að skjólstæðingur verði mótfallinn framsali til Bretlands. Kjósi hann fremur að vera á Ítalíu.

Ef til þess kemur að áfrýjað verður um framsalsbeiðnina gæti ákvörðun um framsal mannsins dregist um nokkrar vikur. Stjórnvöld í Bretlandi ætla hins vegar ekki að draga beiðni sína til baka.

56 létust þegar fjórar sprengjur sprungu í þremur neðanjarðarlestarvögnum og strætisvagni. Á meðal hinna látnu voru fjórir menn sem grunaðir eru um aðild að verknaðinum.

Lögfræðingurinn Antonietta Sonnessa kemur til Regina Coeli fangelsisins í Róm …
Lögfræðingurinn Antonietta Sonnessa kemur til Regina Coeli fangelsisins í Róm þar sem Osman Hussain er í haldi. AP
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert