Kofi Annan segir Írak ramba á barmi borgarastyrjaldar

Kofi Annan, framkvæmdastjóri SÞ.
Kofi Annan, framkvæmdastjóri SÞ. Reuters

Kofi Annan, framkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna, sagði í dag að Írak rambi „næstum því“ á barmi borgarastyrjaldar, eða hún myndi brjótast brátt út, verði ekki gripið til róttækra aðgerða til að sporna við hinum mannskæðu trúarbragðaátökum sem hafa staðið yfir í Írak.

Þegar Annan var spurður hvort að borgarastyrjöld geysi nú í Írak sagði hann: „Ég held, miðað við þá þróun sem hefur átt sér stað, að ef verði ekki gripið til róttækra og skjótra aðgerða til þess að taka á ástandinu, sem fer versnandi, þá gætum við verið komin þangað, í rauninni erum við næstum því þar.“

George W. Bush Bandaríkjaforseti mun á miðvikudag og fimmtudag ræða við Nouri al-Maliki, forseta Íraks, í Amman í Jórdaníu um ástandið í Írak.

Fundurinn mun eiga sér stað tæpri viku eftir að bílsprengjuárásir skildu yfir 200 sjíta eftir í valnum í Bagdad, og var árásin til marks um harðnandi trúarbragðaátök í landinu.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka