Átta menn handteknir í tengslum við 36 ára gamalt morð á lögreglumanni

Lögreglumaður í San Francisco sýnir fjölmiðlum mynd af einum mannanna …
Lögreglumaður í San Francisco sýnir fjölmiðlum mynd af einum mannanna sem voru handteknir. AP

Átta menn voru handteknir í dag í tengslum við morð á lögreglumanni í San Francisco, en umræddur lögreglumaður var myrtur árið 1971. Að sögn yfirvalda tengist morðmálið fimm ára herferð herskárra blökkumannasamtaka sem höfðu það markmið að myrða lögreglumenn í Kaliforníu og New York.

Að sögn lögreglu er talið að sjö mannanna séu fyrrum meðlimir Frelsishers blökkumanna, sem var ofbeldisfullur angi Svörtu hlébarðanna. Morðið á lögreglumanninum John V. Young þann 29. ágúst árið 1971 var hluti af mörgum árásum sem frelsisherinn stóð fyrir gagnvart lögreglumönnum á austur- og vesturströnd Bandaríkjanna.

Svörtu hlébarðarnir hófu að fylgjast með aðgerðum lögreglu í hverfum þar sem blökkumenn voru í meirihluta á seinni hluta sjöunda áratugarins.

Í árásum, sem áttu sér stað á milli 1968 og 1973, var m.a. gerð sprengju kastað á jarðarför lögreglumanns í San Francisco og þá voru tveir lögreglumenn í New York myrtir. Auk þess áttu sér stað þrjú vopnuð rán að sögn lögreglu.

Sjö mannanna, sem eru eins og fyrr segir sagðir vera meðlimir Frelsissamtaka blökkumanna, hafa verið ákærðir fyrir morð og samsekt í morðinu á Young.

Lögmaðurinn Stuart Hanlon segir að handtökurnar séu „lögsókn sem byggir á hefnd og hatri sem á rætur sínar frá sjöunda áratugnum.“

Lögreglumaðurinn John V. Young var eitt fórnarlamba Frelsissamtaka blökkumanna árið …
Lögreglumaðurinn John V. Young var eitt fórnarlamba Frelsissamtaka blökkumanna árið 1971. AP
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert