Danska þingið samþykkir Lissabon-áætlunina

Fánar Evrópusambandsins blakta utan við höfuðstöðvar framkvæmdastjórnar ESB í Brussel.
Fánar Evrópusambandsins blakta utan við höfuðstöðvar framkvæmdastjórnar ESB í Brussel. mbl.is/GSH

Danska þingið staðfesti í dag áætlun Evrópusambandsins, svo kallaða Lissabon-áætlun en henni er ætlað að einfalda stjórnskipum Evrópusambandsins. Með staðfestingu danska þingsins hafa tíu ríki af 27 staðfest áætlunina sem á að taka gildi á næsta ári.

Auk Danmerkur hefur Ungverjaland, Malta, Slóvenía, Rúmenía, Frakkland, Búlgaría, Pólland, Slóvakía og Portúgal samþykkt samninginn.

mbl.is