Ekkert leyfi fyrir hvalkjöt

Hvalur verkaður í Hvalfirði.
Hvalur verkaður í Hvalfirði. Morgunblaðið/ Ómar

Ekkert innflutningsleyfi hefur fengist frá japönskum stjórnvöldum fyrr nærri 70 tonnum af hvalkjöti frá Íslandi og Noregi.  Á fréttavef Reuters kemur fram að um 70 tonn af frosnu kjöti hafi verið sent til Japan fyrir mánuði síðan og hafi verið sett í frystigeymslu. 

Hitoshi Kawahara, talsmaður japanskra sendiráðsins í Osló, segir að ekkert leyfi hafi verið gefið þar sem engin umsókn um innflutningsleyfi hafi borist stjórnvöldum.   
 
Talsmaður Grænfriðunga, Frode Pleym, segir að kjötið hafi verið í geymslu í tvær og hálfa viku, og að enginn markaður sé fyrir hvalkjöt í Japan, þar sem of mikið kjöt sé nú þegar í geymslu.  Pleyn segir hvalkjöt vera notað til þess að fæða hunda bæði í Noregi og í Japan, sem bendi til þess að áhugi á hvalkjöti hafi minnkað verulega.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Jöklar - Hús fyrir ferðaþjónustu
Jöklar hafa átt miklu fylgi að fagna frá því þau komu fyrst á sjónarsviðið, vori...
Kolaportið sjávarmegin-plötuportið.
Mikið úrval af ýmsum gömlum plötum Low, Pinups, Diamond Dogs, Aladin Sane, o.f...
Varstu í bústað, ólykt eftir vetur, viltu eyða
Varstu í bústaðnum, var ólykt / fúkkalykt eftir veturinn, viltu eyða, hér er lau...
* Öll stærstu á einum stað
Þú getur spilað með í yfir 50 stærstu Lottóum heimsins. Í yfir 12 ár hafa lottó...