Gustav nálgast New Orleans

Fellibylurinn Gústav og líklegur ferill hans.
Fellibylurinn Gústav og líklegur ferill hans. mbl.is/Reuters

Fellibylurinn Gustav nálgast nú strendur Louisiana ríkis og er  úrhellisrigning og hvassviðri þar. Alls hafa um tvær milljónir íbúa ríkisins flúið heimili sín en talið er að fellibylurinn nái til New Orleans um hádegið að staðartíma, eða síðdegis að íslenskum tíma.

Hundruð hermanna hafa verið sendir til New Orleans enda óttast borgaryfirvöld að sagan endurtaki sig þegar fellibylurinn Katarina reið yfir borgina fyrir þremur árum. Létust á annað þúsund manns og tjónið var gífurlegt í borginni og nágrenni.

Staðfest hefur verið að þrír alvarlega veikir sjúklingar hafi látist er þeir voru fluttir á brott og búið er að loka allri olíuvinnslu á Mexíkóflóa.

Repúblikanaflokkurinn hefur frestað setningu flokksþings sem fara átti fram í dag og forseti Bandaríkjanna,  George W. Bush, er kominn til Texas þar sem neyðaráætlun hefur verið sett í gang. Yfir áttatíu manns hafa látist í fellibylnum á eyjum í  Karabíska hafinu.

Rafmagn hefur slegið út í hluta New Orleans en rafmagnskerfi borgarinnar hefur ekki enn komist í samt lag frá því Katarína reið yfir. Borgarstjóri New Orleans, Ray Nagin, fyrirskipaði í gær að útgöngubann yrði sett á í nótt og að allir þeir sem færu ránshendi um borgina yrðu fangelsaðir.

Klukkan níu að íslenskum tíma í morgun var fellibylurinn í um 185 km fjarlægð frá New Orleans og er hann nú skilgreindur sem þriðja stigs fellibylur.

AP
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert