Gínur beri slæður

Íranska lögreglan hefur bannað verslunareigendum að stilla upp gínum nema þær beri slæður. Þá mega gínurnar ekki sýna útlínur líkama. Ennfremur er bannað að hafa til sýnis þverslaufur og hálsbindi og karlmönnum er stranglega bannað að selja kvenmannsundirföt.

Bannið er liður í aðgerðum til að draga úr vestrænum áhrifum í landinu og styrkja reglur um klæðaburð. Mahmoud Ahmadinejad hefur allt frá því hann tók við embætti forseta Írans árið 2005, barist gegn and-íslamskri hegðun.

Íranar sem verða uppvísir að því að klæða sig andstætt þeim reglum sem gilda, fá viðvörun við fyrsta brot. Ef um ítrekuð brot gegn reglunum er að ræða eiga þeir yfir höfði sér ákæru og sérstaka tilsögn í klæðaburði.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert