Var talinn vera í dái í 23 ár

Belgískur karlmaður, sem í 23 ár var talinn vera í dái, hefur lýst „endurfæðingu" sinni eftir að læknar gerðu sér grein fyrir því að maðurinn var í raun með fulla meðvitund en lamaður.

Starfsfólk sjúkrahúss í Liege í Belgíu taldi, að Rom Houben væri heiladauður eftir að hafa lent í alvarlegu bílslysi árið 1983. Í raun var hann lamaður og ófær um að tjá sig.  

Houben, sem er 46 ára gamall menntaður verkfræðingur, segir við þýska tímaritið Der Spiegel, að hann hafi stundað hugleiðslu til að drepa tímann. Það var síðan fyrir þremur árum, sem læknar uppgötvuðu, að heili Houbens starfaði enn.

Houben notar nú sérhæfða tölvu til að tjá sig og hefur nú lýst hvernig honum leið í tæpan aldarfjórðung.  

„Ég öskraði en ekkert heyrðist," sagði hann. „Ég muna aldrei gleyma þeim degi sem þeir uppgötvuðu loks hvað var að - ég endurfæddist."

Houben heyrði allt sem fram fór í kringum hann en gat ekki tjáð sig. „Ég fylgdist með eigin þjáningum þegar læknar og hjúkrunarfólk reyndi að tala við mig en þau gáfust loks upp."

Hann sagði að erfiðasta stundin hefði verið þegar móðir hans og systir sögðu honum frá láti föður hans og þótt hann langaði til að gráta gat hann ekki hreyft sig.    

Hann segist hafa látið hugann reika í prísundinni. „Mig dreymdi um betra líf allan tímann. Orðið ergelsi er allt og lítilfjörlegt til að lýsa því hvernig mér leið."

Saga hans var fyrst  sögð í tímaritsgrein af taugasérfræðingnum Steven Laureys, sem sagði við Der Spiegel, að vandamálið væri að mjög erfitt væri að breyta um stefnu þegar sjúklingar hefðu verið greindir í dauðadái. Segir hann að gera þurfi að minnsta kosti tug rannsókna á sjúklingum áður en slíkur úrskurður er kveðinn upp. 

Fina Houben, móðir Roms, sagðist aldrei hafa hætt að vona. „Ég vissi alltaf að sonur minn var enn þarna," sagði hún.

Houben getur ekki hreyft sig en hann getur lesið með sérstökum búnaði sem komið hefur verið fyrir á rúmi hans og hann tjáir sig með aðstoð tölvu. „Ég vil lesa, tala við vini mína með tölvunni og lifa lífinu, nú þegar fólki er ljóst að ég er með fullri meðvitund." 

mbl.is

Bloggað um fréttina

Frá Sýrlandi til Evrópu - Greinaflokkur

Sundföt
...
Rafhlöður fyrir neyðarljós allar gerðir
Með lóðeyrum, vírum eða tengjum. Smíðum allar gerðir af neyðarljósarafhlöðum . N...
 
Framboðslisti
Fundir - mannfagnaðir
Framboðslisti Sjál...
Lausafjáruppboð
Nauðungarsala
Lausafjáruppboð Einnig birt á www.naud...
Vantar þig trésmið
Iðnaðarmenn
Vantar þig trésmið? Úrræðagóður húsa...
Hafnarvörður
Skrifstofustörf
????????????? ???????????? ??? ??????? ...