Fyrsta doktorsvörn í Grænlandi

Ilisimatusarfik eða Háskóli Grænlands.
Ilisimatusarfik eða Háskóli Grænlands. Ilisimatusarfik

Fyrsta doktorsvörnin við grænlenska háskólann Ilisimatusarfik fer fram á morgun. Þá mun guðfræðingurinn Kathrine Kjærgaard cand. theol. verja Ph.D. ritgerð sína um notkun biblíulegra og trúarlegra mynda í Grænlandi allt frá 1721. Háskólinn fékk leyfi til að veita Ph.D. gráðu árið 2001.

Doktorsverkefni Kathrine Kjærgaard fjallar einnig um þýðingu biblíulegra hugmynda fyrir sjálfsmynd og hugarfar grænlensku þjóðarinnar. Titill ritgerðarinnar í íslenskri þýðingu er: „Grænland sem hluti af hinni biblíulegu frásögn: Rannsóknir á myndum og hugmyndum 1721 - 2008.“

mbl.is