Ísraelsher um borð í hjálparskip

Ísraelskir hermenn hafa nú farið um borð í hjálparskipið Rachel Corrie sem stefnir á Gasaströndina. Gripið var til aðgerðarinnar eftir að áhöfnin hunsaði ítrekað fyrirskipanir hersins um að breyta af leið, en hafnbann er á Gasasvæðinu.

Talsmenn Ísraelshers segja að áhöfn skipsins hafi leyft hermönnunum að koma um borð og aðgerðin sé friðsamleg. Skipinu verður nú siglt að ísraelska hafnarbænum Ashdod, þangað sem herinn skipaði áhöfninni ítrekað að halda.

Aðeins 5 dagar eru síðan 9 manns létust og fjölmargir særðust í átökum sem brutust út eftir að ísraelski hermenn brutust um borð í tyrkneskt hjálparskip.

Um borð í Rachel Corrie eru 5 Írar og 6 Malasíumenn, allir aðgerðarsinnar sem styðja málstað Palestínu, auk nokkurra áhafnarmeðlima. Að sögn Ísraelshers verða hjálpargögnin flutt landleiðina úr skipinu yfir á Gasaströndina, eftir að skoðað hefur verið hvort ólöglegar vörur séu í farminum.  Hundruð tonna af hjálpargögnum eru í skipinu, þ.á.m. hjólastólar, hjúkrunargögn og sement. Óleyfilegt er að flytja byggingarefni til Gasa frá Ísarael, því Ísraelsmenn segja hugsanlegt að það verði notað af Hamas samtökunum í hernaðarlegum tilgangi.

Árás Ísraelshers á tyrknesk hjálparskipið vakti hörð viðbrögð um allan ...
Árás Ísraelshers á tyrknesk hjálparskipið vakti hörð viðbrögð um allan heim. FRANCOIS LENOIR
mbl.is

Bloggað um fréttina