Sea Shepherd á leið til Færeyja

Liðsmenn Sea Shepherd sigla nálægt japönskum hvalveiðibáti.
Liðsmenn Sea Shepherd sigla nálægt japönskum hvalveiðibáti. Reuters

Sea Shepherd, undir stjórn Paul Watson, ætla að fara til Færeyja á næstu dögum og stöðva þar grindadráp, samkvæmt því sem fram kemur á heimasíðu samtakanna. 

Fram kemur í fréttinni að í „Aðgerð Grimmdareyjar“ (Operation Ferocious Isles) felist endurbættar aðgerðir til að stöðva hina „hryllilegu árlegu slátrun þúsunda grindhvala sem eru í útrýmingarhættu“.

Þetta er í fyrsta skipti í meira en áratug sem samtökin skipta sér beint af grindhvalaveiðunum. Paul Watson verður við stjórnvölinn á flaggskipinu Steve Irvin en í flotanum verður einnig hin hraðskreiða Brigitte Bardot undir stjórn Locky MacLean.

Þá verður beitt nýrri tækni, svipaðri þeirri og samtökin beittu í Suðurhöfum fyrr á þessu ári.

mbl.is

Bloggað um fréttina

NP þjónusta
NP Þjónusta Óska eftir að annast bókhaldsvinnu og fleira þess háttar. Upplýsinga...
HRINGSTIGAR _ HRINGSTIGAR
Hringstigar, úti sem inni. Þvermál 120, 130, 140, 150, 160, 170 cm og sérsmíði í...
INTENSIVE ICELANDIC,ENGLISH, NORWEGIAN & DANISH f. foreigners - ÍSLENSKA f. útl - - ENSKA f. fullorðna - DANSKA- NORSKA
ÍSLENSKA, ENSKA, NORSKA, DANSKA: I, II, III, IV, V, VI: 2019:SPRINGTERM / VO...
Til sölu blár Nissan Leaf.
2016 árgerð, ekinn 25 þús. 30 Kw. Blár, hraðhleðsla, vetrar/sumardekk, ljós inna...