Fjármálaráðherrar funda í París

Reuters

Fjármálaráðherrar Frakklands, Þýskalands, Spánar og Ítalíu munu hittast á fundi í París í dag en síðar í vikunni munu leiðtogar Evrópusambandsríkjanna ræða saman í Brussel um vanda evruríkjanna.

Fjármálaráðherra Frakklands, Pierre Moscovic, staðfesti í dag að starfsbróðir hans í Þýskalandi, Wolfgang Schaeuble, og á Spáni, Luis de Guindos, myndu koma til Parísar í dag og annaðhvort forsætisráðherra Ítalíu, Mario Monti, sem einnig er starfandi fjármálaráðherra, eða aðstoðarráðherra fjármála, Vittorio Grilli.

Yfirmaður efnahagsmála hjá framkvæmdastjórn ESB, Olli Rehn, mun einnig taka þátt í viðræðunum í dag. Er fundurinn í dag framhald viðræðna sömu ríkja á föstudag í Róm. Þar kom fram að þörf er á 130 milljörðum evra til að styðja við evrusvæðið.

Á morgun ætla þau François Hollande, forseti Frakklands, og kanslari Þýskalands, Angela Merkel, að hittast á undirbúningsfundi fyrir ráðstefnuna í Brussel.

mbl.is

Bloggað um fréttina

* Öll stærstu á einum stað
Þú getur spilað með í yfir 50 stærstu Lottóum heimsins. Í yfir 12 ár hafa lottó...
Harðviður til húsbygginga
Harðviður til húsabygginga Sjá nánar á www.vidur.is Vatnsklæðning, panill, palla...
Rafstöðvar DEK 30 KW 400/230 50 HZ Deutz 50 kw
Rafstöðvar varafl , 30 kw og 50 kw ,útvegum allar stærðir.Verð frá 990þ +vsk Vi...
Barnakerra
Til sölu Emmaljunga barnakerra..(Kerruvagn) Vel með farinn.. Tilboð óskast...Sí...