Mannbjörg þegar færeyskur togari sökk

Gullbergið að sökkva.
Gullbergið að sökkva. Skjáskot af Skipsportalurin

Togarinn Gullberg frá Færeyjum sökk í morgun norður af Færeyjum. Skip sem var þar nærri bjargaði allri áhöfninni.

Tilkynning barst frá Gullbergi um kl. 8:15 í morgun um að leki væri kominn að skipinu. Þrjú skip voru þar nærri og fóru þau til bjargar. Björgunarþyrla var einnig send af stað frá Færeyjum. Dælur voru fluttar um borð í Gullberg frá skipunum Niels Paula og Atlantic Orion.

Tæplega klukkutíma eftir að Gullberg lét vita um lekann var níu manna áhöfn flutt yfir í skipið Sjagaklett, en þá var komin um 70% slagsíða á Gullberg. Nokkrum mínútum síðar sökk skipið.

Gullberg var 36 metra langt skip, smíðað í Þýskalandi árið 1997.

Gullberg frá Færeyjum.
Gullberg frá Færeyjum.
mbl.is