Biskup vikið frá störfum

Þýskum biskup hefur verið vikið frá störfum tímabundið af páfa en fjárreiður biskupsins, Franz-Peter Tebartz-van Elst, eru til rannsóknar.

Elst, sem er biskup af Limburg, flaug til Rómar í síðustu viku til þess að ræða við Frans páfa. Vakti athygli að hann ákvað að nýta sér flugþjónustu Ryanair en biskupinn er þekktur fyrir munaðarlíf sitt. Er hann meðal annars sakaður um að hafa flogið á viðskiptafarrými til Indlands nýverið. Er því haldið fram að húsnæði sem hann nýtir persónulega hafi kostað um 2,9 milljónir evra, 482 milljónir króna. En bara baðkarið í íbúðinni kostaði 15 þúsund evrur, tæpar tvær og hálfa milljón króna. Borðstofan er 63 fermetrar að stærð. Eru skattar sem renna til kirkjunnar í Þýskalandi taldir hafa kostað kaupin á íbúðinni.

Þjóðverjar eru ævareiðir og krefjast aukins gegnsæis hvað varðar fjármál kaþólsku kirkjunnar þar í landi.

Biskupinn af Limburg, Franz-Peter Tebartz-van Elst
Biskupinn af Limburg, Franz-Peter Tebartz-van Elst Af vef Wikipedia
mbl.is