117 milljarðar króna í neyðaraðstoð

Alþjóðabankinn hefur ákveðið að veita 480 milljónum Bandaríkjadala  til viðbótar í neyðaraðstoð á Filippseyjum. Alls hefur Alþjóðabankinn sett um einn milljarð dala. 117 milljarða króna, í neyðaraðstoð á Filippseyjum eftir að fellibylurinn Haiyan kostaði yfir 5.200 manns lífið í síðasta mánuði.

Jim Yong Kim, framkvæmdastjóri Alþjóðabankans, greindi forseta Filippseyja, Benigno Aquino, frá þessu í morgun. Sérfræðingar á vegum Alþjóðabankans eru þegar að störfum á Filippseyjum þar sem þeir veita stjórnvöldum aðstoð við að meta tjónið og hvernig skuli standa að uppbyggingunni.

Heilu byggðarlögin þurrkuðust út í óveðrinu þann 8. nóvember sl. og er talið að um fjórar milljónir hafa misst heimili sín í óveðrinu. Tjónið er metið á 14 milljarða Bandaríkjadala hið minnsta.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert