Ljúka við þjóðveginn til Qunu

Nelson Mandela, fyrrum forseti Suður-Afríku, verður lagður til grafar í heimabæ sínum Qunu næstkomandi sunnudag. Bærinn er ekki stór, hann er kyrrlátur og þar ríkir fátækt.

Von er á þúsundum manna til bæjarins, en margir vilja votta Mandela virðingu sína og kveðja hann í hinsta sinn. Vinnumenn vinna nú hörðum höndum að því að ljúka við þjóðveginn til Qunu og þá þarf einnig að ljúka við gangbrautir og fleira.

Framkvæmdir við flugvöllinn í Qunu hafa kosta milljónir dollara en þar er gert ráð fyrir mikilli umferð um helgina. Á hefðbundnum degi fara að hámarki tvær vélar um völlinn en um helgina er gert ráð fyrir umferð nokkur hundruð flugvéla.

mbl.is