Barnabarn Mandela grunað um nauðgun

Barnabarn Nelsons Mandela er grunað um að hafa nauðgað fimmtán …
Barnabarn Nelsons Mandela er grunað um að hafa nauðgað fimmtán ára stúlku. AFP

Barnabarn Nelsons Mandela var látið laust gegn tryggingu í dag en hann er grunaður um að hafa nauðgað fimmtán ára stúlku en maðurinn er 24 ára. Maðurinn er sagður hafa nauðgað stúlkunni á vinsælum bar í einu af úthverfum Jóhannesarborgar í byrjun ágúst á þessu ári.

Maðurinn sat tíu daga í gæsluvarðhaldi. Lögfræðingar hans segja stúlkuna vera sextán ára gamla og því hafi maðurinn ekki brotið lög. Þá hafi verið um kynlíf að ræða með samþykki þeirra beggja. Samkvæmt lögum í Suður-Afríku er óheimilt að stunda kynlíf með einstaklingi undir 16 ára aldri.

Maðurinn þurfti að afhenda vegabréf sitt og var hann einnig úrskurðaður í farbann. Nokkrir af ættingjum Mandela komu í réttarsalinn til að sýna unga manninum stuðning.

mbl.is