Herinn hrifsar til sín völdin

Herlög voru sett í Taílandi sl. þriðjudag.
Herlög voru sett í Taílandi sl. þriðjudag. AFP

Yfirmaður taílenska hersins sagði í sjónvarpsávarpi í dag að herinn hefði tekið yfir stjórn landsins. Fréttir af yfirvofandi valdaráni hafa verið háværar að undanförnu og nú hafa þær verið staðfestar. Herforinginn sagði í ávarpinu að herinn myndi koma á stöðugleika og pólitískum umbótum í Taílandi.

Þetta kemur fram á fréttavef breska ríkisútvarpsins. Fréttaskýrandi BBC í Bangkok, höfuðborg Taílands, segir að fréttirnar staðfesti að valdarán sé hafið í landinu. 

Mikil mótmæli og ólga braust út í fyrra þegar Yingluck Shinawatra, þáverandi forstæsiráðherra landsins, leysti upp neðri deild þingsins. 

Mótmælendur hafa lokað nokkrum svæðum í borginni í nokkra mánuði. 

Á þriðjudag greindi herinn frá því að herlög hefðu verið sett í Taílandi. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert